Um bloggið

Verið velkomin!

Þetta er litla matarbloggið mitt, þar sem ég blogga um það sem ég er að brasa í eldhúsinu.

Ég er 27 ára ung kona, á tvær dætur, mann og kött. Ég er í skrifstofuvinnu, en þegar ég má vera að eyði ég tíma í eldhúsinu – eða að lesa bækur.

Nafnið á blogginu, Tilraunaeldhúsið, vísar ekki til þess að ég sé að gera einhverjar háþróaðar tilraunir í eldhúsinu, heldur tilraunir til þess að víkka sjóndeildarhringinn og prófa að elda eitthvað sem ég hef ekki eldað áður.

Á þessari síðu finnur þú ekki uppskriftir að ofboðslega fínum eða fancy mat, það er ekkert sem heitir entracote eða Coq Au Vin. Ég er bara að gera tilraunir til þess að elda eitthvað annað en soðna ýsu og kjötbollur.

Ég er ekki ljósmyndari, og ég er að baka og elda til að gefa fjölskyldunni minni að borða. Þessvegna eru ekki fínar og fallegar ljósmyndir á síðunni minni, heldur bara einfaldar myndir af matnum teknar á venjulega myndavél, ipadinn eða þessvegna símann.

Og já, mér finnst örlítið skemmtilegra að baka en að elda, svo bloggið gæti aðeins leitað í sætari áttina, en þó ekki eingöngu.

Ég er samt enginn ofurbakari, og mér finnst fondant vont og marsipan verra, ég skil ekki ostakökur.

Vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur líkar – og ekki vera hrædd við að skilja eftir spor!

Færðu inn athugasemd