Greinasafn fyrir merki: Eftirmatur

Súkkulaðikaka með kókos, karamellu og súkkulaði

Kaka er eiginlega rangnefni á þetta fyrirbæri, þetta er eiginlega bara nammi! Uppskriftin kemur frá Chef in training, og er alveg ótrúleg. Volg úr ofninum er hún náttúrulega stórkostleg! Súkkulaðikaka með kókos, karamellu og súkkulaði Kakan 300 gr hveiti 410 … Halda áfram að lesa

Birt í Uppskriftir | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Mokkamarengs

Og enn blogga ég um veitingarnar síðan í afmælinu um daginn! Mér fannst ég alltaf vera að bjóða upp á sömu marengsana í veislum, þannig ég tók mig til og fann mér tvær nýjar marengsuppskriftir sem ég hafði ekki prófað. … Halda áfram að lesa

Birt í Uppskriftir | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Karamellu brownie

Ókei, sumt er geggjaðra en annað. Þetta er eitt af því. Heit Brownie með bráðinni karamellu í, karamellufylltu súkkulaði ofan á og karamellusósa yfir allt saman! Berist fram með rjóma, og helst ís og… síðan ekki söguna meir. Ég bar … Halda áfram að lesa

Birt í Uppskriftir | Merkt , , , , | Ein athugasemd

Dúnmjúk krönsbomba (No-bake cake)

Þessa uppskrift fann ég í uppskriftamöppunni hjá tengdó þegar ég komst í hana um daginn, og ég bara varð að prófa! Ég útbjó hana sem eftirrétt eftir grillið á 17. júní, og ég verð nú að segja að hún bragðaðist … Halda áfram að lesa

Birt í Uppskriftir | Merkt , , , | Ein athugasemd

Súkkulaðimarengsbomba

Ég er eiginlega bara hissa á að ég hafi ekki verið búin að deila þessari á síðunni fyrr, en þetta var tertan í afmæli dóttur minnar í vor sem kæmist næst því að kallast hnallþóra. Þetta var nú bara terta … Halda áfram að lesa

Birt í Uppskriftir | Merkt , , , , | Ein athugasemd

Mintuísterta

Við hlið súkkulaðiístertunnar í útskriftarveislunni var þessi mintuísterta. Það er alveg ótrúlega gott að fá sér smá mintuís með súkkulaðiísnum – mintuís er líka svo sumarlegur 🙂 Ég fylgdi í rauninni engri uppskrift við að gera þennan ís, bara smakkaði … Halda áfram að lesa

Birt í Uppskriftir | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Súkkulaðiísterta

Sem eftirrétt í útskriftarveislunni minni var ég með tvenns konar heimagerðar ístertur. Það verður  nú bara að segja að þessi súkkulaðiísterta sló í gegn, og hún er sannkölluð hátíðarísterta. Uppskriftina fann ég á síðu Innness, en breytti henni örlítið. Toblerone-ísterta … Halda áfram að lesa

Birt í Uppskriftir | Merkt , , | Ein athugasemd