Núðlusúpa með kjúklingi og kókosmjólk

Þessa hef ég eldað oft, en uppskriftin birtist á bleikt.is og ég varð að prófa. Nú er ég orðin svo hrædd um að uppskriftin gæti horfið af bleikt, þannig ég þori ekki öðru en að henda henni hénra inn!

20140223-193606.jpg

Núðlusúpa með kjúklingi og kókosmjólk
1 laukur
1/2 púrrulaukur
1/2 – 1 rauð paprika
1/2 bakki sveppir
2 kjúklingabringur
1 rautt chili
1/2 hvítlaukur
Góður biti af fersku engifer
1 dós kókosmjólk (ekki light)
500 ml vatn
1/2 tsk cayenne pipar (fara varlega..)
1/2 tsk chiliduft
1 teningur kjúklingakraftur
1 teningur grænmetiskraftur
Ágæt skvetta af sojasósu
smá skvetta af sítrónu/lime safa
Núðlur

Brytjið laukinn smátt (Halló Tupperware Smooth-Chopper!) og steikið í potti þar til hann er orðinn glær. Bætið þá við frekar smátt skornum kjúklingnum og steikið þar til hann hefur skipt um lit (þarf ekki að eldast í gegn). Brytjið/rífið chili, hvítlauk og engifer (Smooth-Chopperinn hefur nóg að gera!) og setjið út á í smá stund áður en þið bætið við restinni af grænmetinu. Steikið þar til grænmetið hefur mýkst.

Næst fara kryddin, vatnið, kókosmjólkin og krafturinn í pottinn. Þetta er látið malla þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Athugið að fara varlega í sterku kryddin og bæta frekar meiru í eftir á!

Sjóðið núðlur eftir leiðbeiningum á pakka – endilega brjótið þær niður, því annars verður nánast ómögulegt að borða súpuna.

Þegar súpan er að verða klár er sett út í pottinn smá skvettu af sítrónu- eða limesafa og góð skvetta af sojasósu. Smakkið til og berið á borð.

Mér finnst betra að bera núðlurnar á borð sér, því þessi súpa dugar okkur líka í nesti, og þær verða ekki kræsilegar af því að bíða í súpunni fram á hádegi næsta dags. Þannig við fáum okkur núðlur og svo súpu yfir bara.

Og rest í nesti.. þá er maður spenntur fyrir hádeginu 🙂

Verði ykkur að góðu!

Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s