„KFC“ bitar

Það eru tíu ár síðan ég byrjaði að búa, og ég hef aldrei djúpsteikt mat. Ég held það sé einhver hræðsla við alla þessa sjóðheitu olíu. En, ekki það, það er heldur bara ekkert hollt! 😉

Aftur á móti bakaði ég þessa bita, og þeir voru geggjaðir! Uppskrfitin er fengin héðan.

Beinlausir, bakaðir „KFC“ bitar
ca. 500 gr kjúklingabringur, skornar í bita, ca. 3-4
ca. 4 msk íslenskt smjör
3/4 bolli hveiti
1/2 bolli rasp
1/2 tsk salt
1 msk season all (ég nota frá Prima)
1/2 msk svartur pipar
2 tsk paprika

Blandið öllum þurrefnum saman.

Ég notaði tvö eldföst mót, því bitarnir þurfa pláss. Setja nokkrar klípur af smjöri í hvort fat. Hita ofninn í 220° og henda formunum inn þar til smjörið er bráðið.

Ég var með frosinn kjúkling, þannig hann var vel blautur og hjúpurinn límdist vel við. Ef bringurnar eru þurrar er gott að velta þeim upp úr mjólk.

Veltið bitunum upp úr þurrefnunum, og leggið þá í bráðið smjörið í eldföstu mótunum. Setjið í ofninn og bakið í 10 mín, takið svo út og snúið bitunum varlega með töng. Bakið áfram í 10 mín, eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

Þetta bar ég fram með hrísgrjónum og maísstönglum – og þetta var geggjað. Meira að segja matvöndu dæturnar stundu af ánægju 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s