Kjúklingur með beikoni og sweet chili

Þessa uppskift sá ég hjá Eldhússystrum, og vá hvað þetta er gott. Ég minnkaði uppskriftina og breytti henni aðeins til að hún hentaði okkur.

Kjúklingur með beikoni og sweet chili í rjómasósu
3 kjúklingabringur
Pipar
125 gr beikon
1.25 dós sýrður rjómi 18%
1/2 dl. mjólk
Stór hvítlauksgeiri (ég er voðalega hrifin af hvítlauk..)
1 teningur kjúklingakraftur
3 msk Sweet Chili sósa
Hvítlaukur stóóór geiri
Rifinn ostur

Skerið kjúklinginn í gúllasbita. Skerið beikonið í ræmur. Steikið beikonið á pönnu og bætið svo kjúklingnum við. Piprið. Mér finnst rétturinn nógu saltur með kjúklingakraftinum og beikoninu, svo ég hef ekki fundið mig knúna til að salta hann. Setjið kjúklinginn og beikonið í eldfast mót.

Hrærið saman sýrðum rjóma, sweet chili sósu, mjólk, hvítlauk, osti  (ca 1 dl.) og kjúklingakrafti. Hellið yfir kjúklinginn, stráið osti yfir og hendið í ofn í ca. 15 mín við 180°.

Berið fram með hrísgrjónum og salati og borðið ykkur of södd!

Verði ykkur að góðu!

 

Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s