Cookies and cream kaka

Ég átti afmæli á dögunum, og átti barasta erfitt með að velja mér afmælisköku. Það endaði með því að ég skellti í tvær. Þessi er algjör bomba, og hún barasta hvarf!

image

Uppskriftin kemur frá Joy the baker.

Cookies and cream kaka með jarðarberjum
190 gr hveiti
25 gr kakó
165 gr sykur
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1/2 bolli kaffi (ég setti aðeins rúmlega)
1/4 bolli og 1 msk betur af olíu
2 tsk vanilludropar

Ofan á kökuna
400 ml rjómi
Ríflega 2 msk flórsykur
smá salt
1 tsk vanilludropar
Ca. 10 brotnar Oreo kökur
Oreo og jarðarber til skrauts

Blandið þurrefnunum í kökuna saman í skál, og vökvanum í aðra. Hellið vökvanum út á þurrefnin og hrærið vel.

Bakið í 26 cm formi við 180° í ca 20 mínútur.

Þegar kakan er orðin köld þeytið þið rjómann, ekki samt þannig hann verði alveg beinstífur, bara næstum. Út í rjómann hrærið þið flórsykri, salti og vanilludropum og að endingu bætið þið oreo kökunum út í rjómann. Dreifið blöndunni ofan á kökuna.

Skreytið kökuna með brotnum Oreo kökum og jarðarberjum eftir smekk.

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Einföld tómatsúpa með hakki

Þessa súpu fékk ég um daginn og var ekki lengi að biðja um uppskrift 🙂

image

Einföld tómatsúpa með hakki
3-500 gr hakk
2 paprikur
3 laukar
2 dósir diced tomatoes
6 hvítlauksgeirar (ég notaði þrjár kúffullar skeiðar af minced garlic)
1,2 l vatn
2 grænmetisteningar
1 krukka salsa, medium eða hot
2-3 msk olía
1 tsk sykur

Brytið laukana mjög smátt, og paprikuna í smáa bita. Steikið grænmetið upp úr smá olíu í potti. Steikið hakkið á pönnu og kryddið eftir behag, ég notaði steikar- og grillkrydd frá Prima, og vel af því.

Þegar grænmetið er farið að mýkjast hellum við hakkinu yfir í pottinn og bætum öllu hinu út í. Þegar súpan nær upp suðu skal lækka undir henni og leyfa henni að krauma í dágóða stund, því lengur því betra. Okkar fékk að krauma í ca. hálftíma.

Þessa er hægt að bera fram með nachos flögum, sýrðum rjóma og osti, það er mjög gott. En það er heldur ekkert síðra að bera hana bara fram með snittubrauði. Við höfum prófað hvort tveggja og líkaði bæði mjög vel 🙂

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Græna melónan

Hérna kemur einn Malibu og ananaskokteill með twisti 🙂

image

Græna melónan
30 ml Malibu
30ml Bols Melónulíkjör
Dass af Triple sec
Ananassafi

Setjið klaka í glas, hellið áfenginu yfir og fyllið glasið með ananassafa.

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt | Færðu inn athugasemd

Himinblámi

Ég hef voðalega gaman af því að henda í kokteil, þótt ég geri það voðalega sjaldan. Hér kemur einn, en fleiri eru á leiðinni 🙂

image

Himinblámi
30 ml Peach Schnapps
30 ml Blue Curacao
Dass af sweet and sour mix
Sprite

Til að gera sweet and sour mix þarftu sykur, vatn og sítrónusafa. Bræddu jöfn hlutföll af vatni og sykri saman í potti, t.d. 1 bolla á móti 1 bolla. Þá ertu kominn með það sem er kallað simple syrup. Þú blandar því við sítrónusafa í jöfnum hlutföllum, ef þú tekur 1 bolla af simple syrup, þá seturðu 1 bolla af sítrónusafa saman við. Þá er komið sweet and sour mix 🙂

Ferskjusnafs er ekki það sama og ferskjusnafs. Ég keypti alltaf snafs frá Berentzen, hann var svo bragðgóður. Hann hætti að fást í ríkinu og inn kom Peachtree, sem mér finnst bara alls ekki jafn góður. Ég fór erlendis um daginn og keypti mér snafs frá Archers, hann kemur vel út.

Settu klaka í hátt glas, og ofan í það ferskjusnafsinn og sweet and sour. Fylltu svo glasið nánast með sprite, en skildu eftir pláss fyrir Curacaoið. Þú hellir því ákveðið ofan í kokteilinn (helst nánast brún glassins) og þá sekkur það og myndar svona flottan lagskiptan kokteil!

Skreyttu að vild, helst með sítrónusneið og röri 🙂

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt | Færðu inn athugasemd

Súkkulaðikaka með kókos, karamellu og súkkulaði

Kaka er eiginlega rangnefni á þetta fyrirbæri, þetta er eiginlega bara nammi!

image

Uppskriftin kemur frá Chef in training, og er alveg ótrúleg. Volg úr ofninum er hún náttúrulega stórkostleg!

Súkkulaðikaka með kókos, karamellu og súkkulaði
Kakan
300 gr hveiti
410 gr sykur
225 gr smjörlíki
250 ml vatn
4 msk kakó
1/2 bolli mjólk m. 1/2 tsk edik
1/2 tsk matarsódi
2 egg
1 tsk vanilludropar

Kremið
115 gr smjörlíki
6 msk mjólk
375 gr flórsykur
1 tsk vanilludropar
2 msk karamellusósa (ég notaði Gott sósuna frá Rikku)

Ofan á kökuna
200 gr karamellur (ég notaði Werther’s Original Traditional Chewy Toffees)
2 msk rjómi

1 tsk olía
100 gr mjólkursúkkulaði

220 gr kókos

Byrjið á því að dreifa kókosnum í ofnskúffu og rista við 180° í svona 10 mínútur, eða þar til hann er orðinn gullinn. Gott er að velta honum svona 2-3 svo hann brenni ekki. Setjið edikið út í mjólkina og látið standa.

Setjið hveiti og sykur í hrærivélarskálina og geymið meðan þið hitið saman í potti smjörlíkið, vatnið og kakóið. Þegar blandan byrjar að sjóða setjið þið hana saman við hveitið og sykurinn og hrærið.

Þegar þetta hefur blandast vel bætið þið edikmjólkinni, matarsódanum, eggjunum og vanillunni saman við, einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið böknarpappír í ofnskúffu og hellið deiginu í skúffuna, dreifið úr og bakið við 200° í ca 20 mín, eða þar til tannstöngull sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.

Á meðan kakan er í ofninum gerið þið kremið. Bræðið saman smjörlíki og mjólk í potti, þegar suðan kemur upp bætið þið saman við karamellusósunni, og svo flórsykrinum og vanillunni.

Þegar kakan kemur úr ofninum notið þið gaffal til að gera göt í hana, og hellið svo kreminu yfir, þá fer það líka ofan í kökuna. Yfir kremið dreifið þið ristaða kókosnum.

Svo þarf að bræða karamellurnar við rjómann, og dreifa því yfir kókosinn. Sama með súkkulaðið, bræða það saman við olíuna og dreifa yfir öll herlegheitin.

Leyfið kökunni aðeins að kólna áður en þið skerið hana niður. Ég skar utan af henni kantana og fékk svo 25 ferhyrninga úr henni.

Þvílíkt nammi!

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Daim marengs

Þessi er voðalega góð.

image

Daim marengs með karamellusósu
4 eggjahvítur
100 gr sykur
100 gr púðursykur
150 gr daimkurl í kökuna og auka til skrauts
Karamellusósa (Ég notaði Gott sósuna frá Rikku)
0,5 l rjómi

Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum og púðursykrinum saman við í smáum skömmtum. Þeytið vel. Teiknið tvo 24 cm hringi á bökunarpappír og skiptið deiginu milli hringjanna og sléttið úr því. Bakið við 130° í 80 mínútur og leyfið botnunum að kólna með ofninum.

Þeytið rjómann og setjið á annan botninn, og hinn ofan á. Hitið karamellusósuna lítillega og látið leka yfir kökuna. Dreifið svo duglega af Daimi yfir til skrauts 🙂

Kælið tertuna í nokkra klukkutíma, eða yfir nótt, áður en hún er borin fram.

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Ræshreiður

Dóttir mín átti afmæli í síðustu viku, og valdi sér að hafa fuglaþema í vinkonuveislunni. Þá varð ég að sjálfsögðu að gera svona Rice Krispies hreiður eins og ég hafði margoft séð á Pinterest, en það vildi svo vel til að vinkona mín var ný búin að pósta uppskrift að svoleiðis á síðuna sína.

image

Þessar litlu dásemdir runnu vel niður hjá vinkvennahópnum 🙂

Rice Krispies hreiður
200 gr Cadbury’s mjólkursúkkulaði
60 gr smjörlíki
4 msk sýróp (Ég notaði að sjálfsögðu Lyle’s golden)
4 bollar Rice Krispies
2 pokar af Cadbury’s mini eggs

Bræðið saman smjörlíki og súkkulaði, bætið sýrópinu út í og hrærið. Bætið þá Rice Krispiesinu út í og blandið varlega við súkkulaðiblönduna.

Ég setti plastfilmu yfir möffinspönnurnar mínar (þær eru ss. málmpönnur, ekki silikonmót) og setti 1 kúfaða matskeið í hvert hólf og mótaði holur í ræsið með fingrunum.

Þetta setti ég í frysti og tók út bara stuttu fyrir veislu og raðaði eggjunum í, 3 egg í hvert hreiður.

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Ostafyllt hvítlauksbrauð (pull apart)

Um páskana ákváðum við allt í einu að bjóða foreldrum mínum og systur til okkar í spilakvöld. Mér fannst alveg hræðilegt að hafa ekkert að bjóða upp á, svo ég leit í ísskápinn. Í ísskápnum var eitt tilbúið pitsudeig frá Wewalka, og slatti af osti sem beið sín ekki til batnaðar.

image

Inspired af pinterest, þá varð þetta til!

Ostafyllt hvítlauksbrauð
3 hvítlauksgeirar
0,5 dl olía (ég notaði hvítlauksolíu)
1 tilbúið pitsadeig (ég var með American style pitsadeig frá Wewalka)
Góður slatti af osti, bara eftir smekk
Hvítlaukssalt
Hvítlauksduft
Parmesan

Rífið niður hvítlaukinn og látið hann liggja í olíunni. Opnaið pitsudeigið og skerið það niður í litla ferninga, ca. 4×4 cm. Skerið ostinn niður í litla bita, bara ca 1 cm á kant. Því næst þarf bara að setja ost inn í hvern bita og rúlla vandlega upp í kúlur.

Setjið smá olíu í botn á aflöngu formi, og látið kúlurnar þar ofan í. Af og til hellið þið hluta af hvítlauksolíunni yfir og rúllið kúlunum upp úr henni. Þegar fyrsta lagið af kúlum er komið í formið stráið þið smá hvítlauksdufti og hvítlaukssalti yfir. Svo heldur þetta bara svona áfram þar til búið er að gera kúlur úr öllum ferningunum. Þá hellið þið restinni af olíunni yfir, smá hvítlauksdufti og smá hvítlaukssalti.

Bakið við 200° í ca 20 mín, eða þar til bakað í gegn. Þegar brauðið kemur út er tilvalið að strá smá parmesan yfir. Þetta er svo borið fram með pitsusósu 🙂

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt , , , | Ein athugasemd

Súkkulaðibollakökur með saltkaramellukremi

Ég henti í þessar í morgun, algjörlega frábærar.

image

Ég notaði súkkulaðibollakökuuppskriftina héðan, en kremið fékk ég frá Table for Two.

Súkkulaðibollakökur með saltkaramellukremi
110 gr smjörlíki
280 gr sykur
160 gr hveiti
50 gr kakó
2 stór egg
0,5 tsk lyftiduft
0,25 tsk matarsódi
0,25 tsk salt
0,5 bolli mjólk
1 tsk vanilludropar

Setjið smjörlíkið og sykurinn í hrærivélina og hrærið saman. Bætið eggjunum við, öðru í einu, og hrærið vel á milli. Blandið þurrefnunum saman í eina skál, og mjólk og vanilludropum í aðra.

Bætið þriðjungi þurrefnanna í smjörblönduna, og hrærið, bætið svo helmingi vanillumjólkurinnar og hrærið vel. Bætið í til skiptis þar til allt er komið saman við.

Setjið í bollakökuform, en fyllið þau aðeins til hálfs, eða rétt rúmlega. Bakið við 175° í 20-25 mínútur.

Saltkaramellukrem
20 stk rjómakaramellur (ég notaði einn poka af Werthers Original Classic Creamy Toffee – fæst í Bónus)
4 msk mjólk
225 gr smjörlíki (eða ósalt smjör)
1,5 tsk sjávarsalt
5-600 gr flórsykur

Takið utan af karamellunum, setjið þær í lítinn pott með mjólkinni og bræðið yfir vægum hita. Þegar karamellan er bráðin, bætið 1/2 tsk af sjávarsalti saman við og hrærið.

Þeytið á meðan smjörlíkið í smá stund, og bætið 1 tsk af sjávarsalti saman við. Setjið helminginn af flórsykrinum saman við og þeytið þar til hefur blandast vel. Hellið karamellunni rólega saman við og þeytið svo vel.

Bætið flórsykri saman við þar til kremið er orðið mjúkt og flöffí, sprautið því á kökurnar og njótið!

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Bananakaka með mokkakremi

Aftur að gömlu, þreyttu banönunum. Ég hef bakað svolítið bananabrauð, og banana- og súkkulaðibitamöffins, bananabita, og nú síðast Súkkulaðismjörs- og bananaköku.

En þessi er geggjuð.

Bananakaka með mokkakremi og súkkulaðibitum!

image

Uppskriftin kemur héðan.

Bananakakan
90 gr púðursykur
130 gr sykur
110 gr smjör/smjörlíki
2 egg
1 bolli (ca tveir og hálfur meðal stórir) maukaðir bananar
1/2 bolli grísk jógúrt/hreint jógúrt
2 tsk vanilludropar
1 msk instant kaffi
250 gr hveiti
55 gr kakó
1 tsk matarsódi
0,5 tsk salt
110 gr súkkulaðibitar (Notaði 56% bitana frá Freyju)

Mokkakremið
1 msk heitt vatn
2 tsk instant kaffi
55 gr smjör/smjörlíki
150 gr flórsykur (eða meira eftir þörfum)
2 msk súkkulaðibitar til skrauts

Þeytið sykurinn, púðursykurinn og smjörið þar til ljóst og létt. Leysið instant kaffið upp í vanilludropunum, bætið því saman við ásamt eggjunum, banönunum og jógúrtinu og hrærið vel.

Sigtið saman þurrefnin og bætið rólega saman við. Hrærið súkkulaðibitunum saman við með sleikju.

Setjið deigið í eitt stórt eða tvö minni formkökuform, þetta er stór uppskrift. Bakið í ca. klukkustund við 175°.

Kremið: leysið instant kaffið upp í vatninu, og þeytið saman við smjörið/smjörlíkið. Bætið flórsykrinum saman við þar til blandan verður létt og bragðgóð. Dreifið yfir kökuna og stráið súkkulaðibitum yfir. Voila!

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uncategorized | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd