Tortillarúllur

Tortillarúlur af einföldustu gerð – en þrusugóðar!

Tortillarúllur
1 pakki tortillur (ég notaði corn)
100 gr rjómaostur
150 gr salsasósa
2-3 tsk taco krydd

Hrærið saman í skál rjómaosti og salsasósu, bætið við Tacokryddi eftir smekk og smakkið til. Smyrjið blöndunni í þunnu lagi á tortillakökuna og rúllið upp.

Geymið í ísskáp a.m.k. nokkra klukkutíma (eða yfir nótt). Skerið niður í mjóa bita og berið fram.

Þrusugott – súpereinfalt.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Birt í Uppskriftir | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Ostasalat

Ostasalat
1 mexíkóostur
1 hvítlauksostur
1 rauð paprika
2-3 msk ananaskurl
1 dós sýrður rjómi
fullt af rauðum vínberjum

Skerið ostana og paprikuna niður í litla bita, bætið sýrða rjómanum og ananaskurlinu við. Skerið vínber í helminga eða fjórðunga, eftir stærð og bætið við. Hafið nóg af vínberjunum! Hrærið saman og látið helst standa yfir nótt áður en borið fram.

Berið fram með saltkexi – ég elska þetta með Bacon Tuc.

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Marmelaði

image

Uppskrifin að þessu dýrindis marmelaði kemur frá annarri tengdamömmu minni 🙂

Marmelaði
500 gr gulrætur
1 poki þurrkaðar apríkósur
3 appelsínur
1 sítróna
Sykur jafnþungur ávöxtunum og gulrótunum

Setjið gulræturnar og ávextina í hakkavél, appelsínurnar og sítrónuna með berki og öllu – gott samt að taka steinana úr. Vigtið og setjið í pott, og bætið við sykri jafn þungum og ávextirnir og gulræturnar – ég hafði aðeins minna. Ávextirnir og gulræturnar voru rúmlega 1400 gr, en ég setti tæp 1300 gr af sykri.

Hitið að suðu á vægum hita, látið aðeins byrja að krauma og slökkvið svo undir. Ég leyfði því að standa í pottinum áfram í svona 30 mínútur áður en ég setti það á krukkur.

Dýrindis – ofan á ristað brauð með smjöri og osti!

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt | Færðu inn athugasemd

Tær kjúklingasúpa (Slow cooker)

Þessi kona hérna fékk slow cooker í brúðkaupsgjöf (já, eiginlega ég en ekki við í þessu tilfelli, hehe). Svo nú skal hægeldað!

image

Hugmyndin að þessari súpu kom héðan, en var nú eitthvað staðfærð 🙂

Tær kjúklingasúpa
500 gr kjúklingabringur
1 dós maísbaunir (notaði euroshopper, 285 gr af maís)
400 gr diced tomatoes
1250 ml vatn
3 ten kjúklingakraftur
1 laukur
1 græn paprika
1 grænt chili
2 hvítlauksgeirar
0,25 tsk chiliduft
1 tsk salt
0,75 tsk svartur pipar

Setjið allt saman í slow cookerinn og eldið á low í 8 tíma.

Áður en súpan er borin fram er kjúklingurinn tekinn upp úr og skorinn eða rifinn niður í hæfilega bita, kryddið eftir smekk. Ég notaði bara slatta af kjúklingakryddi. Setjið hann svo aftur út í.

Berið fram með nachos og osti.

Þetta dugði okkur tveim fullorðnu í góða kvöldmáltíð og tveggja daga hádegisnesti (semsagt, 6 skammtar!). Delisijöss!

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Skonsurnar hennar mömmu

Frá því að ég man eftir mér hefur mamma lengi hent í skonsur um helgar. Smurðar heitar með smjöri og osti, það er ekki margt mikið betra!

image

Skonsurnar hennar mömmu 
3 bollar hveiti
1/2 bolli sykur
2 egg
Salt
3 bollar mjólk
1 msk lyftiduft

Blandið þurrefnum saman í skál. Myndið holu í miðjunni, setjið egg ofan í hana og hrærið hveiti saman við eggið. Bætið hinu egginu við og endurtakið. Bætið svo mjólkinni samanvið í slöttum og hrærið hveitið smátt og smátt saman við.

Steikið á pönnukökupönnu, en gætið að því að bera smjör/smjörlíki á hana reglulega milli skonsa. Steikið þar til gullnar, og flippið svo við og steikið hinu megin.

Smyrjið með smjöri meðan enn volgar.. eðall!

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Hver er ekki geim í double-choc?

image

Svo mjúkar og svo góðar. Uppskriftin kemur frá Call Me Cupcake.

Súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum
300 gr hveiti
80 gr kakó (Mér fannst þetta alveg svolítið vel í látið, og mun minnka þetta í næstu lotu)
1 msk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
250 gr sykur
100 gr bráðið smjör
250 ml mjólk
1 tsk edik
2 egg
150 gr súkkulaði, grófsaxað

Setjið mjólkina í skál og edikið út í . Blandið öllum þurrefnunum í aðra skál, nema sykrinum. Saman við mjólkina, sem ætti núna að vera svolítið kekkjótt, setjið þið sykur, egg og smjör og hrærið þar til blandað saman. Þá bætið þið þurrefnunum saman við og hrærið saman þar til þetta er farið að líkjast deigi – en passa sig að hræra ekki of lengi. Bætið súkkulaðinu út í og blandið örlítið meir. Geymið svona ca fjórðung af súkkulaðinu.

Setjið í möffinsform, fyllið þau a.m.k. 3/4, og dreifið restinni af súkkulaðinu yfir kökurnar.

Bakið í ca. 15-20 mín við 200°,  en fylgist vel með svo þær verði ekki of þurrar. (Notið tannstöngul til að stinga í og takið þær út þegar það koma svona litlar mylsnur á tannstöngulinn, en ekkert blautt)

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Súkkulaðibitakökur

Ég verð að viðurkenna að ég er byrjuð að hugsa um jólin. Skoða myndir og uppskriftir að smákökum..

Rakst á þessa mynd í fórum mínum, en þessar bakaði ég í fyrra eftir uppskrift frá ömmu vinkonu minnar. Voru alveg uppáhalds þegar við vorum litlar og í dúkkó 🙂

20131207-104235.jpg

Súkkulaðibitakökur
480 gr sykur
170 gr púðursykur
250 gr smjörlíki
4 egg
770 gr hveiti
2 tsk natron
1 tsk salt
200 gr brytjað suðusúkkulaði

Allt sett í hrærivélarskálina og hnoðað saman. Mótað í litlar kúlur og raðað á bökunarplötu.

Bakað í ca 10-15 mín (en fer þó eftir stærð!) við 180°

Verði ykkur að góðu!

Birt í Uppskriftir | Merkt , , | Færðu inn athugasemd