Ranch pasta

Halló, halló!

Kvöldmaturinn í gær var ótrúlega einfaldur en undursamlegur pastaréttur (og ekki skemmdi fyrir að annað afkvæmið borðaði án þess að gefa frá sér hljóð – þær eru báðar á „égborðekkisvona“ og „ojþetterógeðsleg“ skeiðinu núna).

image

Fann þessa uppskrift á Life with the Crust Cut Off.  En breytti aðeins hlutföllum.

Þetta er svokölluð „one pot“ uppskrift, sem lágmarkar uppvask 🙂

Ranch pasta með kjúklingi og beikoni
1 bréf beikon (ca 200 gr)
2 kjúklingabringur
Pipar
1 hvítlauksgeiri
250 gr pasta
2 bollar vatn
1 teningur kjúklingakraftur
0,5 bolli mjólk
4 msk Ranch dressing (fékk hana í Hagkaup)
1 bolli gratínostur

Skerið beikonið í bita, og steikið í potti. Setjið til hliðar, á bréfþurrku (eða hreint viskastykki – umhverfisvernd!). Skerið kjúklinginn í bita og steikið í beikonfitunni. Kjúklingurinn þarf ekki að eldast í gegn, bara lokast. Kryddið kjúklinginn með pipar, og rífið einn hvítlauksgeira yfir kjúklinginn þegar hann er að verða lokaður. (Ég notaði frosinn rifinn hvítlauk sem ég átti í kistunni, og örugglega töluvert meira en einn geira! Eeeelska hvítlauk!)

Þegar kjúklingurinn er lokaður, fer beikonið aftur í pottinn. Bætið vökvanum, kraftinum og dressingunni út í, og svo pastanu. Sjóðið þar til sósan þykknar, og pastað er soðið, en sósan þarf ekki að verða mjög þykk.

Bætið ostinum út í pottinn, hrærið meðan hann bráðnar og maturinn er klár 🙂

Þetta bar ég fram með hvítlauksbrauði og grænmeti. Undursamlega rjómakenndur og bragðgóður.

(Rétturinn getur orðið saltur ef beikonið er mjög salt, og því sleppi ég saltinu í uppskriftinni)

Verði ykkur að góðu!

 

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s