Fiskur í tómatrjómasósu

Fiskréttur, með nánast engu fiskibragði?

Uppskriftin kemur héðan, en örlítið breytt.

Fiskur í tómatrjómasósu
700 gr ýsa eða þorskur
2 msk olía
Kreóla kryddblanda (eða annað krydd til að krydda fiskinn)
hálfur laukur, smátt brytjaður
2 hvítlauksrif
¼ bolli tómatpassata
1 tsk timían
0,5 bolli kaffirjómi
0,5 bolli vatn
0,5-1 tsk lys bulljong (eða annar kjúklingakraftur)
½ tsk reykt paprika
½ tsk svartur pipar
Steinselja
Salt

Þerrið fiskinn (ég læt hann liggja á hreinu viskastykki) meðan pannan hitnar. Kryddið fiskinn með kreólakryddblöndunni og steikið hann örlítið á hvorri hlið fyrir sig – við erum ekki að elda hann í gegn á þessu stigi.

Færið fiskinn á disk, steikið laukinn og hvítlaukinn á pönnunni í ca 5 mínútur, eða þar til laukurinn er orðinn glær. Bætið kaffirjómanum, passötunni, piparnu, timíaninu, steinseljunni, vatninu, buljonginu og piparnum á pönnuna, látið suðuna koma upp og látið krauma í 7-8 mínútur. Bætið fisknum út á og látið krauma þar til fiskurinn er fulleldaður.

Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Verði ykkur að góðu!

Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s