Kartöflugratín (Slow cooker)

image

Uppskriftin kemur héðan. Vá, hvað maðurinn minn borðaði mikið af þessu! haha 🙂

Kartöflugratín
3 msk smjör
¼ bolli hveiti
1 tsk salt
smá svartur pipar
1,5 bolli mjólk
1,5 bolli rifinn ostur
10 kartöflur
1 msk hvítlauksduft

Flysjið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Setjið í Slow cookerinn.

Setjið í pott smjörið, hveitið, saltið og piparinn. Hrærið í þar til smjörið er bráðið og myndast hefur hveitikúla í pottinum. Bætið mjólkinni út í í smáum skömmtum í einu, og hrærið á milli þar til kekkjalaust. Bætið við hvítlauksdufti og osti (ég notaði 50/50 rifinn heimilsost og pitsaost, því það var það sem var til í ísskápnum) og hrærið þar til osturinn er bráðinn.

Hellið sósunni yfir kartöflurnar í slow cookernum og stillið á low. Látið þetta malla í svona 6-7 tíma, eða þar til kartöflurnar eru mjúkar. Dugar sem meðlæti fyrir 4 🙂

Verði ykkur að góðu!

Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s