Súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Hver er ekki geim í double-choc?

image

Svo mjúkar og svo góðar. Uppskriftin kemur frá Call Me Cupcake.

Súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum
300 gr hveiti
80 gr kakó (Mér fannst þetta alveg svolítið vel í látið, og mun minnka þetta í næstu lotu)
1 msk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
250 gr sykur
100 gr bráðið smjör
250 ml mjólk
1 tsk edik
2 egg
150 gr súkkulaði, grófsaxað

Setjið mjólkina í skál og edikið út í . Blandið öllum þurrefnunum í aðra skál, nema sykrinum. Saman við mjólkina, sem ætti núna að vera svolítið kekkjótt, setjið þið sykur, egg og smjör og hrærið þar til blandað saman. Þá bætið þið þurrefnunum saman við og hrærið saman þar til þetta er farið að líkjast deigi – en passa sig að hræra ekki of lengi. Bætið súkkulaðinu út í og blandið örlítið meir. Geymið svona ca fjórðung af súkkulaðinu.

Setjið í möffinsform, fyllið þau a.m.k. 3/4, og dreifið restinni af súkkulaðinu yfir kökurnar.

Bakið í ca. 15-20 mín við 200°,  en fylgist vel með svo þær verði ekki of þurrar. (Notið tannstöngul til að stinga í og takið þær út þegar það koma svona litlar mylsnur á tannstöngulinn, en ekkert blautt)

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s