Pönnukökur

Ertu team pönnukökur eða vöfflur?

Mmm.. ég er algjör sökker fyrir pönnukökum!

Ég var leengi að læra að gera pönnukökur, kenndi fyrst pönnunni um – en svo lánaði ég mömmu hana og hún gat bakað pönnsur á henni án vandkvæða. Þá hlaut þetta bara að vera ég.

Eeeen.. svo skiptum við um eldavél í gömlu íbúðinni okkar og tatamm! Haldiði að ég hafi ekki flippað pönnukökum eftir það eins og ég hafi aldrei gert annað – svo þetta var eldavélinni að kenna. A.m.k. vil ég trúa því.

Pönnukökurnar hennar mömmu
440 gr hveiti
2 msk Sykur
1/2 tsk Hjartarsalt
1 egg
1 l Mjólk
1,5 tsk sítrónudropar
1,5 tsk vanilludropar
100 gr smjörlíki

Hrærið þurrefnin saman í skál, útbúið holu í miðjuna og setjið eggið þar. Hrærið hveiti út í eggið, og byrjið svo að hella mjólk í holuna í smáum skömmtum og hrærið vel á milli. Endurtakið þar til allur mjólkurlíterinn er kominn í deigið. Bætið dropunum út í deigið, bræðið smjörlíkið á pönnukökupönnunni (ég geri það í tveim slöttum) og bætið því út í deigið. Hrærið vel.

Hellið örlitlu deigi á pönnuna með ausu og látið renna vel til á pönnunni. Steikið við miðlungsháan hita, þar til pönnukakan er kominn með fallegan lit, snúið henni við og steikið örlítið lengur.

Nammi nammi.. rúlla með sykri!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s