Lion bar kaka

Ég átti alltaf eftir að pósta hinni afmælistertunni minni! Hér kemur hún; Lion bar kaka 🙂

image

Uppskriftin kemur héðan.

Lion bar kaka
Kakan
150 gr hveiti
150 gr smjör
150 gr sykur
3 egg
1 tsk lyftiduft

Karamellan
100 gr smjör
100 gr síróp
100 gr púðursykur
2 dl rjómi
100 gr Rice Krispies

Súkkulaðibráð
200 gr 56% súkkulaði
1 dl rjómi

Hrærið saman smjör og sykur, bætið eggjunum út í og svo hveiti og lyftidufti. Bakist í 26 cm springformi við 180° í ca 20 mínútur. Kælið vel.  Ég klippti út hring úr smjörpappír og setti í botninn á forminu svo auðveldara yrði að losa kökuna, en ég kaus að hafa kökuna í forminu allan tímann.

Til að útbúa karamelluna; setjið smjör, síróp, púðursykur og rjóma í pott. Náið upp suðu og látið krauma í ca 10 mínútur og hrærið stöðugt í. Kælið þar til fer að þykkna, en hrærið þá Rice Krispies saman við. Hellið þessu yfir kökuna í forminu, dreifið vel úr og þjappið örlítið (en þó ekki þannig að kakan beri skaða af!). Kælið.

Bræðið súkkulaðið og rjómann saman, og hellið yfir kökuna. Kælið vel, og þá ætti ekki að vera erfitt að ná kökunni úr forminu 🙂 Ég átti ekki 56% súkkulaði, og setti því bland af suðusúkkulaði og 70%. Mér persónulega fannst það of rammt, en það voru ekki allir sammála því.

Rjómi með og allt klárt!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s