Tortilla súpa

Já góðan daginn!

Gerði þessa jömmí súpu í gær – og verð að deila henni. Voðalega góð súpa undir Mexíkönskum áhrifum.

Uppskriftin kemur upphaflega héðan. Ég breytti henni samt eitthvað, og staðfærði – ef segja má svo!

súpa

Tortillasúpa 
3 matskeiðar smjör
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
2 msk hveiti
1,2 l vatn
3 teningar af kjúklingakrafti
1 liter mjólk
1 krukka af salsa (Ég notaði Santa Maria Medium Taco Sauce)
5-600 gr kjúklingabringur (Eða eldaður kjúklingur)
1 dós af nýrnabaunum
1 dós af maísbaunum
1 bréf Fajita krydd (notaði Santa Maria)
1,5 tsk Cumin
1,5 dós af Campbell’s Cream of chicken súpu

Brytjið laukinn og hvítlaukinn mjög smátt, bræðið smjörið í potti og steikið laukinn og hvítlaukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið hveitinu út í og steikið örlítið áfram.

Bætið vatni, mjólk, kryddi, súpu og salsa út í pottinn.

Ef þið eruð með hráan kjúkling þarf að steikja hann og krydda, ég notaði bara til þess kjúklingakrydd. Hellið nýrnabaununum í sigti og skolið vel undir rennandi vatni.

Bætið kjöti og baunum í pottinn, náið upp suðu og látið krauma í 15-20 mínútur.

Berið fram með nachos og rifnum osti.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s