Cookies and cream kaka

Ég átti afmæli á dögunum, og átti barasta erfitt með að velja mér afmælisköku. Það endaði með því að ég skellti í tvær. Þessi er algjör bomba, og hún barasta hvarf!

image

Uppskriftin kemur frá Joy the baker.

Cookies and cream kaka með jarðarberjum
190 gr hveiti
25 gr kakó
165 gr sykur
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1/2 bolli kaffi (ég setti aðeins rúmlega)
1/4 bolli og 1 msk betur af olíu
2 tsk vanilludropar

Ofan á kökuna
400 ml rjómi
Ríflega 2 msk flórsykur
smá salt
1 tsk vanilludropar
Ca. 10 brotnar Oreo kökur
Oreo og jarðarber til skrauts

Blandið þurrefnunum í kökuna saman í skál, og vökvanum í aðra. Hellið vökvanum út á þurrefnin og hrærið vel.

Bakið í 26 cm formi við 180° í ca 20 mínútur.

Þegar kakan er orðin köld þeytið þið rjómann, ekki samt þannig hann verði alveg beinstífur, bara næstum. Út í rjómann hrærið þið flórsykri, salti og vanilludropum og að endingu bætið þið oreo kökunum út í rjómann. Dreifið blöndunni ofan á kökuna.

Skreytið kökuna með brotnum Oreo kökum og jarðarberjum eftir smekk.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s