Himinblámi

Ég hef voðalega gaman af því að henda í kokteil, þótt ég geri það voðalega sjaldan. Hér kemur einn, en fleiri eru á leiðinni 🙂

image

Himinblámi
30 ml Peach Schnapps
30 ml Blue Curacao
Dass af sweet and sour mix
Sprite

Til að gera sweet and sour mix þarftu sykur, vatn og sítrónusafa. Bræddu jöfn hlutföll af vatni og sykri saman í potti, t.d. 1 bolla á móti 1 bolla. Þá ertu kominn með það sem er kallað simple syrup. Þú blandar því við sítrónusafa í jöfnum hlutföllum, ef þú tekur 1 bolla af simple syrup, þá seturðu 1 bolla af sítrónusafa saman við. Þá er komið sweet and sour mix 🙂

Ferskjusnafs er ekki það sama og ferskjusnafs. Ég keypti alltaf snafs frá Berentzen, hann var svo bragðgóður. Hann hætti að fást í ríkinu og inn kom Peachtree, sem mér finnst bara alls ekki jafn góður. Ég fór erlendis um daginn og keypti mér snafs frá Archers, hann kemur vel út.

Settu klaka í hátt glas, og ofan í það ferskjusnafsinn og sweet and sour. Fylltu svo glasið nánast með sprite, en skildu eftir pláss fyrir Curacaoið. Þú hellir því ákveðið ofan í kokteilinn (helst nánast brún glassins) og þá sekkur það og myndar svona flottan lagskiptan kokteil!

Skreyttu að vild, helst með sítrónusneið og röri 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s