Súkkulaðikaka með kókos, karamellu og súkkulaði

Kaka er eiginlega rangnefni á þetta fyrirbæri, þetta er eiginlega bara nammi!

image

Uppskriftin kemur frá Chef in training, og er alveg ótrúleg. Volg úr ofninum er hún náttúrulega stórkostleg!

Súkkulaðikaka með kókos, karamellu og súkkulaði
Kakan
300 gr hveiti
410 gr sykur
225 gr smjörlíki
250 ml vatn
4 msk kakó
1/2 bolli mjólk m. 1/2 tsk edik
1/2 tsk matarsódi
2 egg
1 tsk vanilludropar

Kremið
115 gr smjörlíki
6 msk mjólk
375 gr flórsykur
1 tsk vanilludropar
2 msk karamellusósa (ég notaði Gott sósuna frá Rikku)

Ofan á kökuna
200 gr karamellur (ég notaði Werther’s Original Traditional Chewy Toffees)
2 msk rjómi

1 tsk olía
100 gr mjólkursúkkulaði

220 gr kókos

Byrjið á því að dreifa kókosnum í ofnskúffu og rista við 180° í svona 10 mínútur, eða þar til hann er orðinn gullinn. Gott er að velta honum svona 2-3 svo hann brenni ekki. Setjið edikið út í mjólkina og látið standa.

Setjið hveiti og sykur í hrærivélarskálina og geymið meðan þið hitið saman í potti smjörlíkið, vatnið og kakóið. Þegar blandan byrjar að sjóða setjið þið hana saman við hveitið og sykurinn og hrærið.

Þegar þetta hefur blandast vel bætið þið edikmjólkinni, matarsódanum, eggjunum og vanillunni saman við, einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið böknarpappír í ofnskúffu og hellið deiginu í skúffuna, dreifið úr og bakið við 200° í ca 20 mín, eða þar til tannstöngull sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.

Á meðan kakan er í ofninum gerið þið kremið. Bræðið saman smjörlíki og mjólk í potti, þegar suðan kemur upp bætið þið saman við karamellusósunni, og svo flórsykrinum og vanillunni.

Þegar kakan kemur úr ofninum notið þið gaffal til að gera göt í hana, og hellið svo kreminu yfir, þá fer það líka ofan í kökuna. Yfir kremið dreifið þið ristaða kókosnum.

Svo þarf að bræða karamellurnar við rjómann, og dreifa því yfir kókosinn. Sama með súkkulaðið, bræða það saman við olíuna og dreifa yfir öll herlegheitin.

Leyfið kökunni aðeins að kólna áður en þið skerið hana niður. Ég skar utan af henni kantana og fékk svo 25 ferhyrninga úr henni.

Þvílíkt nammi!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s