Ræshreiður

Dóttir mín átti afmæli í síðustu viku, og valdi sér að hafa fuglaþema í vinkonuveislunni. Þá varð ég að sjálfsögðu að gera svona Rice Krispies hreiður eins og ég hafði margoft séð á Pinterest, en það vildi svo vel til að vinkona mín var ný búin að pósta uppskrift að svoleiðis á síðuna sína.

image

Þessar litlu dásemdir runnu vel niður hjá vinkvennahópnum 🙂

Rice Krispies hreiður
200 gr Cadbury’s mjólkursúkkulaði
60 gr smjörlíki
4 msk sýróp (Ég notaði að sjálfsögðu Lyle’s golden)
4 bollar Rice Krispies
2 pokar af Cadbury’s mini eggs

Bræðið saman smjörlíki og súkkulaði, bætið sýrópinu út í og hrærið. Bætið þá Rice Krispiesinu út í og blandið varlega við súkkulaðiblönduna.

Ég setti plastfilmu yfir möffinspönnurnar mínar (þær eru ss. málmpönnur, ekki silikonmót) og setti 1 kúfaða matskeið í hvert hólf og mótaði holur í ræsið með fingrunum.

Þetta setti ég í frysti og tók út bara stuttu fyrir veislu og raðaði eggjunum í, 3 egg í hvert hreiður.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s