Ostafyllt hvítlauksbrauð (pull apart)

Um páskana ákváðum við allt í einu að bjóða foreldrum mínum og systur til okkar í spilakvöld. Mér fannst alveg hræðilegt að hafa ekkert að bjóða upp á, svo ég leit í ísskápinn. Í ísskápnum var eitt tilbúið pitsudeig frá Wewalka, og slatti af osti sem beið sín ekki til batnaðar.

image

Inspired af pinterest, þá varð þetta til!

Ostafyllt hvítlauksbrauð
3 hvítlauksgeirar
0,5 dl olía (ég notaði hvítlauksolíu)
1 tilbúið pitsadeig (ég var með American style pitsadeig frá Wewalka)
Góður slatti af osti, bara eftir smekk
Hvítlaukssalt
Hvítlauksduft
Parmesan

Rífið niður hvítlaukinn og látið hann liggja í olíunni. Opnaið pitsudeigið og skerið það niður í litla ferninga, ca. 4×4 cm. Skerið ostinn niður í litla bita, bara ca 1 cm á kant. Því næst þarf bara að setja ost inn í hvern bita og rúlla vandlega upp í kúlur.

Setjið smá olíu í botn á aflöngu formi, og látið kúlurnar þar ofan í. Af og til hellið þið hluta af hvítlauksolíunni yfir og rúllið kúlunum upp úr henni. Þegar fyrsta lagið af kúlum er komið í formið stráið þið smá hvítlauksdufti og hvítlaukssalti yfir. Svo heldur þetta bara svona áfram þar til búið er að gera kúlur úr öllum ferningunum. Þá hellið þið restinni af olíunni yfir, smá hvítlauksdufti og smá hvítlaukssalti.

Bakið við 200° í ca 20 mín, eða þar til bakað í gegn. Þegar brauðið kemur út er tilvalið að strá smá parmesan yfir. Þetta er svo borið fram með pitsusósu 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Ostafyllt hvítlauksbrauð (pull apart)

  1. Dísa sagði:

    váhh girnó!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s