Súkkulaðibollakökur með saltkaramellukremi

Ég henti í þessar í morgun, algjörlega frábærar.

image

Ég notaði súkkulaðibollakökuuppskriftina héðan, en kremið fékk ég frá Table for Two.

Súkkulaðibollakökur með saltkaramellukremi
110 gr smjörlíki
280 gr sykur
160 gr hveiti
50 gr kakó
2 stór egg
0,5 tsk lyftiduft
0,25 tsk matarsódi
0,25 tsk salt
0,5 bolli mjólk
1 tsk vanilludropar

Setjið smjörlíkið og sykurinn í hrærivélina og hrærið saman. Bætið eggjunum við, öðru í einu, og hrærið vel á milli. Blandið þurrefnunum saman í eina skál, og mjólk og vanilludropum í aðra.

Bætið þriðjungi þurrefnanna í smjörblönduna, og hrærið, bætið svo helmingi vanillumjólkurinnar og hrærið vel. Bætið í til skiptis þar til allt er komið saman við.

Setjið í bollakökuform, en fyllið þau aðeins til hálfs, eða rétt rúmlega. Bakið við 175° í 20-25 mínútur.

Saltkaramellukrem
20 stk rjómakaramellur (ég notaði einn poka af Werthers Original Classic Creamy Toffee – fæst í Bónus)
4 msk mjólk
225 gr smjörlíki (eða ósalt smjör)
1,5 tsk sjávarsalt
5-600 gr flórsykur

Takið utan af karamellunum, setjið þær í lítinn pott með mjólkinni og bræðið yfir vægum hita. Þegar karamellan er bráðin, bætið 1/2 tsk af sjávarsalti saman við og hrærið.

Þeytið á meðan smjörlíkið í smá stund, og bætið 1 tsk af sjávarsalti saman við. Setjið helminginn af flórsykrinum saman við og þeytið þar til hefur blandast vel. Hellið karamellunni rólega saman við og þeytið svo vel.

Bætið flórsykri saman við þar til kremið er orðið mjúkt og flöffí, sprautið því á kökurnar og njótið!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s