Bananakaka með mokkakremi

Aftur að gömlu, þreyttu banönunum. Ég hef bakað svolítið bananabrauð, og banana- og súkkulaðibitamöffins, bananabita, og nú síðast Súkkulaðismjörs- og bananaköku.

En þessi er geggjuð.

Bananakaka með mokkakremi og súkkulaðibitum!

image

Uppskriftin kemur héðan.

Bananakakan
90 gr púðursykur
130 gr sykur
110 gr smjör/smjörlíki
2 egg
1 bolli (ca tveir og hálfur meðal stórir) maukaðir bananar
1/2 bolli grísk jógúrt/hreint jógúrt
2 tsk vanilludropar
1 msk instant kaffi
250 gr hveiti
55 gr kakó
1 tsk matarsódi
0,5 tsk salt
110 gr súkkulaðibitar (Notaði 56% bitana frá Freyju)

Mokkakremið
1 msk heitt vatn
2 tsk instant kaffi
55 gr smjör/smjörlíki
150 gr flórsykur (eða meira eftir þörfum)
2 msk súkkulaðibitar til skrauts

Þeytið sykurinn, púðursykurinn og smjörið þar til ljóst og létt. Leysið instant kaffið upp í vanilludropunum, bætið því saman við ásamt eggjunum, banönunum og jógúrtinu og hrærið vel.

Sigtið saman þurrefnin og bætið rólega saman við. Hrærið súkkulaðibitunum saman við með sleikju.

Setjið deigið í eitt stórt eða tvö minni formkökuform, þetta er stór uppskrift. Bakið í ca. klukkustund við 175°.

Kremið: leysið instant kaffið upp í vatninu, og þeytið saman við smjörið/smjörlíkið. Bætið flórsykrinum saman við þar til blandan verður létt og bragðgóð. Dreifið yfir kökuna og stráið súkkulaðibitum yfir. Voila!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uncategorized og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s