Eggja- og mjólkurlaus skúffukaka

Eins og ég hef áður sagt greindist eggja- og mjókurofnæmi hjá dóttur minni í sumar, en það kallar vægast sagt á nokkrar breytingar í matargerð og innkaupum á heimilinu. Hérna er uppskrift að eggja- og mjólkurlausri afmælisköku sem dóttur minni þykir voðalega góð, og gestirnir voru sammála um að það væri ekki hægt að finna að hún væri mjólkur- og eggjalaus!

image

Eins og sjá má á kökunni skreytti þriggja ára stúlkan hana sjálf, það gæti verið hola í kreminu á einum stað og svona.. 🙂

Mjólkur- og eggjalaus afmæliskaka
360 gr hveiti
330 gr sykur
1 tsk matarsódi
2 msk kakó
1/4 bolli bráðið smjörlíki
1 1/3 bolli sojamjólk með 1,5 tsk edik/sítrónusafa út í

Krem
3-400 gr flórsykur
2-3 msk kakó
100 gr mjúkt smjörlíki
Sojamjólk
1 tsk vanilludropar

þeytið saman smjörlíki og sykur, bætið rest út í og hrærið vandlega. Skiptið deiginu í tvö smurð 24cm form og bakið við 175° í ca 25 mín.

Kremið: Hrærið saman smjörlíki og 300 grömmum af flórsykri. Bætið kakóinu og vanilludropunum saman við, ásamt smá sojamjólk og þeytið vel. Bætið meiri flórsykri saman við ef kremið er of þunnt.

Smyrjið kreminu á kökurnar og skreytið að vild.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uncategorized og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s