Múslístangir

Múslístangir – eða múslíkex, eins og dóttir mín kallar það – er í algjöru uppáhaldi hjá litla ofnæmispésanum mínum. Hún hefur líka alltaf getað borðað múslí eins og snakk.

image

Uppskriftin kemur héðan, en ég köttaði aðeins af súkkulaðinu, og tók meðvitaða ákvörðun um að hafa engin „add-in“ sem gætu komið í veg fyrir að dóttirin myndi borða þær. Einfaldar, og frábærar. Og auðvitað hægt að setja hvað sem er í þær! 🙂

Múslístangir
3 bollar haframjöl
2 msk olía
2 msk púðursykur
2 msk Hlynsíróp (Maple Syrup)
1/4 bolli hunang
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk kanill
1 bolli Rice Krispies
0,5 Bolli dökkir súkkulaðidropar (nota þessa 56% bita frá Freyju – gætu innihaldið snefil af mjólkurpróteini, fyrir þá sem þurfa að forðast alla mjólk)

Ristið hafrana á ofnplötu í 15 mínútur við 175° hita.

Klippið til  tvær smjörpappírsarkir sem passa í skúffukökuform (eða hvað annað form sem þið kjósið að nota). Leggið aðra þeirra í botninn á forminu.

Blandið saman olíunni, púðursykrinum, hlynsírópinu, hunanginu, vanilludropunum og kanilnum í potti og hitið þar til púðursykurinn er bráðinn.

Hellið höfrunum í skál og hellið blöndunni úr pottinum saman við. Hrærið vel saman, eða hnoðið saman með höndunum – varlega, því blandan er heit. Bætið Rice Krispiesinu saman við og hrærið (í staðinn fyrir Rice Krispies og súkkulaðidropana má nota hvað sem er, hnetur, þurrkaða ávexti eða bara það sem ykkur dettur í hug!). Látið blönduna kólna pínu áður en þið setjið súkkulaðið saman við, svo það bráðni ekki alveg!

Hellið blöndunni í skúffukökuformið og dreifið úr henni, leggið hina smjörpappírsörkina yfir og pressið blönduna vel niður og jafnið út í öll horn og kanta.

Setjið í ískáp og kælið í a.m.k. klukkustund.

Hvolfið úr forminu á skurðarbretti og skerið niður í hentuga bita með vel beittum hníf. Geymið í lokuðu boxi í ísskáp.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uncategorized og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s