Hawaiian pitsuburritos

Ok, afsakið diskinn. Eða þúst, afsakið að hann sjáist ekki betur. Appelsínugulur melamín prinsessudiskur úr rúmfó. Toppurinn.

image

Okkur vantaði fljótlegan kvöldmat, en langaði í eitthvað pínu djúsí, svona á föstudegi. Þetta var svo algerlega minn tebolli! Svo easy, en svo gott! Og djúsí… Hugmyndin kemur héðan, en henni var nú bara rétt lauslega fylgt. Væri alveg vís til að prófa aðra útgáfu af þessu fljótlega, eða jafnvel fylgja uppskriftinni! 🙂

Hawaiian pitsuburritos
Ca. 6 sneiðar eldaður hamborgarhryggur (þið vitið, þessar þykku frá Ali)
1,5 dl rifinn ostur
0,5-1 dl maukaður ananas (átti þennan maukaða frá Euroshopper, lét hann bara liggja í góða stund í sigti)
Pitsusósa eftir smekk
6 litlar tortillakökur, ég notaði Santa Maria Corn tortillas

Blandið skinkunni, ostinum og ananasnum saman, skellið góðri slettu af pitsusósu yfir. Hrærið vel. Skiptið á milli tortillakakanna, og brjótið þær saman svo þær lokist alveg.

Leggið tortillakökurnar með brotin niður í samlokugrill (Heill sé George Foreman!), og grillið í 3-5 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.

Ég átti smá vorlauk útí glugga (já, hann fær bara að vaxa þar, og vex full hratt!) og setti smá þannig saman við. Ætlaði að setja beikon líka, en gaf mér ekki tíma til að steikja það! 😉

Mig langar að gera mér svona aftur, núna strax!

Verði ykkur að góðu! 🙂

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uncategorized og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s