Nutella bananakaka

Maður getur ekki endalaust gert sama bananabrauðið þegar bananarnir verða gamlir. Þá leitar maður til Pinterest!

image

Afsakið svarta hornið á kökunni – þetta er ekki brunablettur, þarna lak nutellafyllingin út úr kökunni 😉

Uppskriftin er fengin héðan. Eina breytingin sem ég gerði var að nota súkkulaðismjör í staðinn fyrir nutella eða annað súkkulaðihnetusmjör. Euroshopper rules! 😉

Súkkulaðismjörs-bananakaka
5 msk súkkulaðismjör (eða Nutella)
3 msk olía (og 1 teskeið til)
3 msk mjúkt smjör/smjörlíki
1/2 bolli púðursykur
2 miðlungs bananar, vel þroskaðir (stappaðir.. eða maukaðir)
2 egg
250 gr hveiti
3/4 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
2/3 bolli mjólk m. 1 tsk af ediki eða sítrónusafa út í.
1/4 bolli dökkir súkkulaðidropar

Setjið súkkulaðismjörið ásamt 1 tsk af olíunni saman í skál og hitið í örbylgunni (ég á ekki örbylgjuofn; ég setti þetta í lítinn pott og hitaði við vægan hita). Setjið edikið/sítrónusafann saman við mjólkina og látið standa.

Hrærið saman olíunni, smjörinu, púðursykrinum og banönunum í hrærivél, og bætið eggjunum við, öðru í einu. Hrærið vel á milli.

Blandið saman öllum þurrefnunum (ekki súkkulaðinu), hrærið þriðjungi þurrefnanna saman við það sem er í hrærivélarskálinni, þar til hefur blandast vel og hellið þá saman við helmingnum af sítrónu/edikmjólkinni. Gerið þetta sitt á hvað þar til allt er komið saman við.

Hellið helmingnum af deiginu í formkökuform, setjið súkkulaðismjörsblönduna yfir og svo restina af deiginu. Toppið með súkkulaðidropunum. Bakið við 175° í ca. klukkustund.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uncategorized og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s