Súkkulaðiterta með kaffikremi

 

 

 

Loksins þegar það er orðið kalt á Akureyrinni er tími til kominn að henda þessari inn á síðuna 🙂

image

Uppskriftin að þessari kemur héðan.

Súkkulaðikaka með kaffikremi
225 gr smjörlíki
75 gr kakó
300 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
350 gr sykur
2 tsk vanilludropar
3 stór egg
4 dl mjólk

Hrærið saman hveiti, kakói, lyftidufti, matarsóda og salti og setjið til hliðar. 

Hrærið saman egg og sykur, og blandið svo eggjunum við einu í einu, og vanilludropunum. Bætið þriðjungi af hveitinblöndunni saman við og hrærið vel, bætið svo helmingnum af mjólkinni og hrærið vel. Bætið hveitiblöndunni og mjólkinni til skiptis þar til allt er komið út í og hefur blandast vel. (Ef þið eruð deigsmakkarar, þá eigið þið eftir að njóta ykkar núna!)

Skiptið deiginu í tvö 26 cm smurð form. Bakið við 175° í ca 25 mínútur, eða þar til tannstöngull sem stungið er í kökuna kemur þurr upp. 

Krem
1,5 msk instant kaffi í 2 msk heitt vatn
300 gr smjörlíki
500 gr flórsykur
1 tsk vanilludropar
smá salt

Hrærið smjörlíkið vel og blandið svo flórsykrinum hægt og rólega saman við. Leysið skyndikaffið upp í vatninu og bætið því ásamt vanillunni og saltinu saman við. Þreytið vel og smyrjið á kökuna.

Utan á hliðarnar á kökunni setti ég ca einn pakka af Oreo, sem búið var að taka kremið af og brjóta í smáa bita. Þrýstið því á hliðar kökunnar með lófanum. 

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s