Kanilsnúðar

Rétt eftir að ég komst að því að dóttir mín væri með ofnæmi fyrir mjólk og eggjum var ég stödd í útskriftarveislu, þar sem svo vel vildi til að var stödd móðir í sömu stöðu, nema hún hafði staðið í þessu um árabil. Því hafði verið tekið tillit til þessara aðstæðna við veitingar í veislunni, og við stýrðum dóttur okkar því í átt að eggja- og mjólkurlausum veitingum.

image

Þessir kanilsnúðar áttu gersamlega hug hennar allan. Ég var svo heppin að fá aðgang að helling af uppskriftum hjá hinni mömmunni, og þar á meðal uppskriftina að þessum snúðum. Þannig þegar litla daman mín átti afmæli viku síðar, þá bakaði ég að sjálfsögðu þessa snúða, en þeir eru alveg ótrúlega góðir.

Kanilsnúðar
1 kg hveiti
100 gr sykur
30 gr ger
200 gr bráðið smjörlíki
5,5 dl vatn
3 tsk kardimommudropar

Hrærið saman þurrefnin í hrærivélarskál. Bræðið smjörlíkið og setjið vatnið og kardimommudropana saman við. Hellið smjörlíkisvatninu yfir þurrefnin og hnoðið saman með hrærivélinni. Látið deigið hefa sig í ca. 30 mínútur á volgum stað.

Skiptið deiginu í fernt, fletjið hvern hluta út í ferhyrning. Bræðið örlítið meira smjörlíki, penslið deigið með því og dreifið svo vel af kanilsykri yfir. Rúllið upp og skerið í ca 2 cm þykkar sneiðar. Látið snúðana liggja í smá stund á plötunum áður en þeir eru settir í 200° heitan ofn í ca 10 mínútur, eða þar til þeir eru orðnir gullnir.

Slettum svo smá glassúr ofan á – og allir sáttir 🙂

Verði ykkur að góðu!

 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s