Tómatkókospasta

Það komst nýlega upp að yngri dóttir mín er með ofnæmi fyrir eggjum og mjólk. Þannig nú er að reyna að finna eitthvað sem öll fjölskyldan getur borðað. Í gær bjuggum við þennan einfalda, góða (og ódýra!) pastarétt.

20140706-095953-35993140.jpg

Uppskriftin kemur frá The Pioneer Woman, en auðvitað þurfti ég að breyta henni til að gera hana mjólkurlausa.

Tómatkókospasta
2 msk olía
1/2 laukur
2 hvítlauksgeirar
1 dós Hunt’s tomato sauce (næst ætla ég að prófa að nota Tomato passata)
Salt og pipar
Smá sykur
1/2 msk þurrkuð basilíka (eða slatti af ferskri)
1/2 bolli kókosmjólk
250 gr tortellini pasta

Skerið laukinn og hvítlaukinn fínt, steikið á pönnu þar til laukurinn fer að mýkjast, ca mínútu. Setjið tómatsósuna og kryddið á pönnuna (ef þið eruð að nota ferska basilíku, látið hana þá bara í lokin, með kókosmjólkinni), látið sjóða niður í svona 20-25 mínútur. Sjóðið pastað á meðan. Bætið kókosmjólkinni út í sósuna og smakkið til. Hellið yfir pastað og berið fram.

Ég hafði með þessu hvítlauksbrauð (snittubrauð, hvítlauksolía, hvítlauksduft og hvítlaukssalt) og parmesan fyrir þá sem eru ekki með mjólkurofnæmi.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s