Hvítsúkkulaðikrem

Súkkulaðikökur eru uppáhalds, og súkkulaðibollakökur eru æðið mitt. En núna er ég líka rosalega upptekin af kremi sem er eins og ég ímynda mér að skýjahnoðrar séu undir tönn!

image

Notaði kremið t.d. á Pollapönks bollakökurnar sem ég gerði fyrir Eurovision (Bögg að eiga ekki almennilega rauðan matarlit! :/ )

Hvítsúkkulaðikrem
230 gr smjorliki
250 gr florsykur
140 gr hvitt sukk
1 tsk vanilla
3 msk mjolk

Þreytið saman smjörlíki og flórsykur, bræðið hvíta súkkulaðið við vægan hita (já, ég á ekki örbylgjuofn, annars hefði ég eflaust notast við hann). Bætið súkkulaðinu og vanillunni saman við og þeytið eins og vindurinn. Súkkulaðið má ekki vera of heitt þegar því er bætt útí.
Ég vil setja smá mjólk saman við, eina matskeið í einu, og þeyta vel, því þá verður það svo létt og flöffí. Þeyta – var ég búin að segja það? Þeytum aðeins meira.

Þetta er alveg prima krem ofan á súkkulaðibollakökur eða aðrar súkkulaðikökur. Hef svolítið verið að baka bollakökurnar með „Nutella“ kreminu og nota þetta krem á þær, það er alveg æði.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Hvítsúkkulaðikrem

  1. magneav sagði:

    Get staðfest það að þetta krem er eiginlega OF gott.. var bara heppin að eitthvað af því komst á kökuna eftir að allir voru búnir að smakka.. flestir urðu að fá að smakka oftar en einusinni 😀

  2. tilraunaeldhusid sagði:

    Já, þetta er geggjað krem 🙂 Sumir þurfa nefnilega enga köku með ! hahaha 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s