Djöflatertusmákökur með piparmyntukremi og súkkulaðibráð

Halló, halló! Er þetta ekkert djók?

Smákaka, sem er samt mjúk eins og kaka, með piparmyntukremi og mjúku súkkulaði.. og svo skreytt með stökku brytjuðu piparmyntusúkkulaði – Love!

image

Ég studdist við þessa uppskrift hér, en breytti henni svolítið, notaðist t.d. við uppskriftina að djöflatertunni hans Jóa Fel úr Hagkaupsbókinni í staðinn fyrir að kaupa „Boxed cake mix“

Djöflatertusmákökur
150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjörlíki
2 egg
260 gr hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
40 gr kakó
1 dl mjólk

Hrærið saman sykur, púðursykur og smjörlíki. Bætið eggjunum við öðru í einu og hrærið vel á mili. Bætið þurrefnum við og svo mjólk og hrærið þar til hefur blandast vel.

Setjið á plötu, ca 1 tsk fyrir hverja köku. Bakið við 175° í ca 10 mínútur. Látið kólna.

Piparmyntukrem
165 gr smjörlíki
ca 350 gr flórsykur
2 tsk piparmyntudropar (byrja með 1 tsk og smakka sig til!)
Smá mjólk ef þarf, til að þynna

Þeyta saman smjörlíki og flórsykur, bæta dropunum út í og smakka til. Þeyta vel.

Súkkulaðibráð
200 gr suðusúkkulaði
20 gr smjörlíki/smjör

Bræðist saman yfir vægum hita.

Samsetning
Þegar kökurnar eru orðnar kaldar er piparmyntukreminu smurt á þær. Ég lét þær aðeins standa eftir það, áður en ég smurði yfir það súkkulaðibráðinni. Svo byrjaði ég niður piparmyntusúkkulaðistangir og setti nokkra bita á hverja köku.

Indælt!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s