Hunangs- og möndlumúslí

Fannst kominn tími til að henda í nýja múslí uppskrift, langt síðan síðast. Yngri dóttir mín getur borðað múslí eins og snakk, og það er töluvert hollara en margt annað! Mér finnst svo gaman að gera múslí, það er svo einfalt og yngri dóttir mín og maðurinn verða alltaf svo glöð! 🙂

20140527-072148.jpg

Uppskriftin kemur héðan, en er svolítið breytt.

Hunangs- og möndlumúslí
2 bollar hafrar
3/4 bolli hakkaðar eða sneiddar möndlur
Smá salt
1/4 tsk kanill
1/4 tsk engifer
1/4 bolli kókosolía
1/4 bolli hunang
Smá vanilludropar

Setjið allt í skál og hnoðið saman með höndunum.

Setjið smjörpappír á bökunarplötu og dreifið blöndunni á. Brjótið stóra kekki niður í smærri bita. Bakið við 175° í ca 20 mín, eða þar til kominn smá litur á. Takið út a.m.k. einu sinni og hrærið í. Brjótið niður ef það eru einhverjir of stórir bitar.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s