Kitkat bollakökur með karamellusmjörkremi

Ég hlýt að vera eitthvað lasin þessa dagana, mig langar bara ekkert í sætabrauð, sætindagrísinn sem ég er. En þörfin fyrir að baka hverfur samt ekki svo glatt! 🙂

Sá þessar á Pinterest um daginn, og varð að prófa 🙂

image

Uppskriftin kemur héðan.

Kitkat bollakökur
130 gr sykur
1/4 bolli olía
1 egg
155 gr hveiti
50 gr kakó
1/2 tsk matarsódi
smá salt
1 tsk vanilludropar
2/3 bolli mjólk m. 1 tsk af ediki saman við
Kit kat (Ég notaði allt í allt rétt rúm 4 stk, bæði í kökurnar og til skrauts)

Krem
125 gr ósalt smjör
270 gr flórsykur
smá salt
70 gr heit karamellu íssósa
Smá mjólk
Kitkat

Hrærið saman sykur og olíu, bætið egginu og vanilludropunum saman við. Í annarri skál, blandið þurrefnunum saman. Setjið þriðjung þurrefnanna saman við sykurhræruna, svo helminginn af edikmjólkinni, og svoleiðis koll af kolli þar til allt hefur blandast vel.

Setjið botnfylli af deigi í hvert muffinsmót (ég fékk 17 kökur úr uppskriftinni, notaði bara venjuleg hvít duni pappaform). Takið kitköttin og skerið hverja lengju í þrennt. Ofan á deigið setjið þið tvo þriðjunga af kitkatti og hyljið svo súkkulaðið með deigi. Formin voru mjög vel full hjá mér.

Bakið við 175° í ca 16-20 mín.

Þeytið saman smjör, flórsykur og salt, bætið karamellusósunni út í. Kremið var mjög þykkt, svo ég þynnti það örlítið með mjólk, ca. 3 msk.

Sprautið kreminu á kaldar kökurnar og stingið þriðjungi af kitkatti á hverja þeirra.

Þetta var nú bara býsna gott sko 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s