Tælensk kjúklingasúpa

Við stórfjölskyldan hittumst reglulega á súpukvöldum, skiptumst á að elda súpur fyrir allan skarann. Nú fer að styttast í að það verði komið að mér, en allar þær hugmyndir sem liggja í augum uppi hafa nú þegar verið nýttar, gúllassúpa, fiskisúpa, mexíkönsk kjúklingasúpa, kjötbollusúpa.. Þannig ég hef verið að hafa augun opin fyrir einhverjum nýjum hugmyndum, því ekki vil ég vera sú sem byrjar að endurnota hugmyndir! 😉 Þannig ég fór stuttan Google-hring um daginn, og reyndi að finna súpu sem minnti á kjúkling í annað hvort grænu eða rauðu karrí. Þetta var niðurstaðan, og þrusugóð var hún! Við hjónaleysin vorum ákveðin strax frá fyrstu skeið að þetta væri málið fyrir súpukvöldið okkar góða 🙂

20140216-104750.jpg

Uppskriftin kemur héðan, en er aðeins breytt.

Tælensk kjúklingasúpa f. 4.
2 msk olía
1 fínt skorinn laukur
1/2 rauð paprika
Sveppir, eftir smekk
1 líter vatn
2 teningar kjúklingakraftur
1-2 kjúklingabringur (eða afgangs kjúklingur)
1 tsk Fish sauce
1 tsk Worchestershire sauce
1 ferna kaffirjómi
1 lítil dós kókosmjólk
2 tsk rautt karrímauk
1,5 tsk Sambal Oelek
1 lítil dós tómatpúrra (2-3 msk)
1 msk maísmjöl
2 bollar soðin hrísgrjón

Hitið olíuna í potti og steikið grænmetið. Bætið vatninu, kjúklingakraftinum og kjúklingnum saman við (steikið kjúklinginn fyrst ef hann er hrár). Bætið fish sauce og Worchestershire út í, náið upp suðu og látið malla í 5 mínútur. Bætið svo rjómanum og kókosmjólkinni saman við og hrærið.

Látið súpuna malla við vægan hita með þið blandið saman karrímaukinu, sambal oelek, tómatpúrrunni, maísmjölinu og 2 msk af vatni og hrærið þar til vel blandað saman. Bætið út í súpuna og hrærið vel. Látið malla þar til súpan hefur þykknað örlítið og bætið þá hrísgrjónunum út í.

Hrærið vel og njótið!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s