Súkkulaðibollakökur með „Nutella“ kremi

Best að byrja á því að koma í veg fyrir misskilning. Ég er ekki hrifin af Nutella, finnst allt of mikið hnetubragð af því. Hint: ég er ekki hnetumanneskja. Þannig, þegar ég les „Nutella“ hugsa ég ekki um alvöru Nutella, heldur bróður hans – súkkulaðismjörið. (Já, Euroshopper er bara mjög fínt súkkulaðismjör!)

20140223-220636.jpg

Og, þær komu nú bara vel út þótt Nutellanu hefði verið skipt út fyrir „nutella“, og ekki kvörtuðu vinnufélagarnir 🙂 Uppskriftin kemur héðan.

Súkkulaðibollakökur með „Nutella“ kremi
110 gr smjörlíki
280 gr sykur
160 gr hveiti
50 gr kakó
2 stór egg
0,5 tsk lyftiduft
0,25 tsk matarsódi
0,25 tsk salt
0,5 bolli mjólk
1 tsk vanilludropar

Setjið smjörlíkið og sykurinn í hrærivélina og hrærið saman. Bætið eggjunum við, öðru í einu, og hrærið vel á milli. Blandið þurrefnunum saman í eina skál, og mjólk og vanilludropum í aðra.

Bætið þriðjungi þurrefnanna í smjörblönduna, og hrærið, bætið svo helmingi vanillumjólkurinnar og hrærið vel. Bætið í til skiptis þar til allt er komið saman við.

Setjið í bollakökuform, en fyllið þau aðeins til hálfs, eða rétt rúmlega. Bakið við 175° í 20-25 mínútur.

Nutella smjörkrem
110 gr smjör
250 gr Nutella (eða „nutella“)
150 gr flórsykur
Smá mjólk (1-2 msk)

Hrærið smjörið, og bætið síðan nutellanu saman við og hrærið þar til vel blandað saman. Bætið flórsykri saman við í slöttum og hrærið þar til hefur blandast vel, setjið mjólkina og hrærið vel.

Sprautið ofan á kaldar kökurnar.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Súkkulaðibollakökur með „Nutella“ kremi

  1. Bakvísun: Hvítsúkkulaðikrem | Tilraunaeldhúsið

  2. Bakvísun: Súkkulaðibollakökur með saltkaramellukremi | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s