Heima- infjúsaður jarðarberjavodki

Ég drekk ekki bjór. Finnst hann vondur. Þannig þegar ég fæ mér í glas, þá verður það helst að vera kokteill eða blanda af einhverju tagi. Uppáhalds er að fá sér vodka, jarðarberjalíkjör og sprite, en nú er farið að styttast í jarðarberjalíkjörnum mínum frá Bols og ekki fæst hann í ríkinu. Synd og skömm.

Ég ákvað að gera tilraun og infjúsa minn eigin vodka, með jarðarberjum. Ég var rosalega ánægð með afraksturinn, hann var ekki bara fallegur heldur mjög góður og með alvöru jarðarberjabragði – og svo bara hella sprite yfir!

20131109-090744.jpg

Jarðarberjainfjúsaður vodki
10 jarðarber (ég notaði frosin)
2 dl hreinn vodki (ég notaði Smirnoff)

Setjið jarðarberin í krukku með þéttu loki og hellið vodkanum yfir. Lokið og hristið örlítið. Geymið á góðum stað í ca. viku, og hristið a.m.k. daglega.

Berin verða eins og draugar á litinn, og frekar krípí, en vodkinn þeim mun betri.

Eftir vikuna, hellti ég vodkanum í gegnum sigti og pressaði berin. Tók svo vodkann og lét hann renna í gegnum kaffisíu, svo að hann væri ekki gruggugur.

Mhm.. klaki, sprite – voila!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s