Murgh makhni (Butter chicken)

Ég hef lengi ætlað að prófa að elda Butter chicken, en sökum þess hve hann er hitaeiningaríkur samanborið við marga aðra indverska rétti hefur hann setið á hakanum. En ekki lengur.

Síðustu helgi fann ég mér einfalda uppskrift að Butter Chicken, og skellti í hana. Hún var svo einföld og fljótleg, og æðislega góð að ég eldaði hana aftur í dag.

20131117-213637.jpg

Þetta er klárlega réttur á topp 3 yfir uppáhalds indverskt 🙂

Uppskriftin kemur héðan. Þetta er einfaldasti og fljótlegasti indverski rétturinn sem ég hef eldað, en hann er samt ótrúlega góður!

Murgh Makhni (Butter Chicken)
5-800 gr kjúklingabringur, skornar í munnbita

Marinering nr. 1
2 hvítlauksgeirar, rifnir
ca 2 cm engiferrót, rifin
0,5 tsk salt
0,5 tsk rautt chiliduft

Marinering nr. 2
1,5 tsk sítrónusafi
75 ml hreint jógúrt
0,5 tsk garam masala kryddblanda
0,5 tsk túrmerik
1 tsk cumin
1-2 msk olía

Sósan
1,5 msk ósalt smjör
2 hvítlauksgeirar, rifnir
2 cm engiferrót, rifin
Fræ úr einni kardimommu, brotin
2 negulnaglar
1 tsk mulið kóríander
1-2 tsk garam masala
1 tsk túrmerik
0,5-1 tsk rautt chiliduft
275 ml tómatpassata/tomato sauce
1 msk sítrónusafi
40 gr ósalt smjör
1 dl rjómi

Brytjið bringurnar, stráið yfir þær marineringu nr. 1, og nuddið kryddinu á kjúklinginn. Látið standa í ísskáp í a.m.k. 30 mín.

Blandið saman öllum hráefnum í marineringu nr. 2, hellið yfir kjúklinginn og nuddið honum upp úr henni. Látið standa í ísskáp í a.m.k. 30 mín, því lengur því betra 🙂

Kjúklinginn setti ég í eldfast mót og undir grillið í ofninum í nokkrar mínútur, velti honum svo við og setti hann aftur inn í nokkrar mínútur, þar til hann var orðinn pínu dökkur og kolaður – en bara pínu!

Bræðið 1,5 msk af ósöltu smjöri á pönnunni, bætið hvítlauknum og engifernum við, steikið við vægan hita í smá stund (ca. 1 mín). Bætið kryddunum út á pönnuna og steikið aftur í smá stund (aftur bara ca. 1 mín). Hellið passötunni og sítrónusafanum á pönnuna og blandið vel saman við kryddblönduna. Látið malla í smá stund.

Setjið smjörið á pönnuna og bræðið það saman við sósuna. Því næst fer fulleldaður kjúklingurinn á pönnuna og rjóminn líka. Maturinn er klár – berið fram með hrísgrjónum og naan.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s