Græni fordrykkurinn

 

Var í partýi síðustu helgi, þar sem það kom í minn hlut að sjá um fordrykkinn – enda með diplómu frá San Francisco School of Bartending 🙂

Mína kokteila vil ég helst hafa milda, með ávaxtabragði en ekki miklu áfengisbragði. Þessi stóð alveg undir væntingum – og mér sýndist það vera samdóma álit fólksins.

image

Til að mixa þennan þarf engin áhöld, nema sjússamæli (eða matskeið, þessvegna – mæliskeiðin matskeið er 15ml).

Græni fordrykkurinn (f. 1)
15 ml vodki (sjússamælirinn er 30 ml, þannig það er hálfur sjúss)
15 ml Pisang Ambon líkjör
Dass af Sweet and sour mix
klakar
Sprite

Fyrst þarf að preppa sweet and sour mixið; Hitið 1 dl af vatni með 1 dl af sykri í potti þar til sykurinn er uppleystur (Þetta kallast simple syrup). Takið 1 dl af sírópinu og blandið með 1 dl af limesafa. Þá er það klárt 🙂

Setjið vel af klökum í kampavínsglas. Hellið áfenginu yfir og bætið smá dassi af sweet and sour út á. Fyllið með sprite. (Þessi aðferð til að blanda kokteila kallast einfaldlega „build“, þar sem það er ekkert hrist, ekkert hrært 🙂 )

Við skreyttum glösin með mismunandi litum pakkaböndum um fæturna á glösunum, svo fólk myndi þekkja drykkina sína í sundur, og svo setti ég lime sneið á glasbarminn.

Mikið var ég nú heppin að hafa mixað örlítið aukalega, svo ég fékk fleiri en einn..

Mæli meððessu 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Græni fordrykkurinn

  1. Er svona í boði næst þegar ég kem á akureyri? 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s