Korma kjúklingur

Laugardagskvöld eru kjörin kvöld til þess að njóta þess að elda og borða eitthvað nýtt. Ég nýti þessi kvöld gjarnan í indverskan, kínverskan eða tælenskan mat, og gærdagurinn var ekkert frábrugðinn. Í gær prófuðum við Korma kjúkling, og hann heppnaðist svona líka vel!

20131027-163957.jpg

Uppskriftin er fengin héðan. Látið ekki langan lista af hráefnum hræða ykkur!

Korma kjúklingur
3 kjúklingabringur
25 gr hreint jógúrt
1 msk olía
400 gr af lauk
4 hvítlauksgeirar
20 gr af ferskri engiferrót
12 heilar kardimommur
1 msk cumin
1 msk kóríander
1/2 tsk (vel full) túrmerik
1/4 tsk hot chili duft
1 lárviðarlauf
4 negulnaglar
1 msk hveiti
smá saffran
2 tsk sykur
1/2 tsk sjávarsalt
300 ml vatn
3 msk rjómi
svartur pipar

Brytjið kjúklingabringurnar í skál, kryddið með svörtum pipar og hellið jógúrtinni út á. Hrærið í, setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp í a.m.k. 30 mínútur, en helst 2-6 tíma.

Steikið laukinn, engiferinn og hvítlaukinn á pönnu, þar til laukurinn er orðinn mjúkur og byrjaður að gyllast.

Setjið kardimommurnar í mortél og brjótið fræin, takið hismið frá. Setjið kardimommurnar, cuminið, kóríanderið, túrmerikið, chili duftið og lárviðarlaufið á pönnuna. Brjótið stönglana af negulnöglunum og setjið kúlurnar á pönnuna. Haldið áfram að steikja laukinn með kryddblöndunni í nokkrar mínútur, en gætið þess að hræra vandlega í.

Setjið hveitið, saffranið, sykurinn og saltið á pönnuna, og bætið svo vatninu út á. Leyfið suðunni að koma upp, setjið lokið á og látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur. Takið lárviðarlaufið úr blöndunni, og notið töfrasprota til að mauka blönduna í fína sósu.

Bætið kjúklingnum út í, og rjómanum og leyfið sósunni að bulla í 10 mínútur í viðbót, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Berið fram með hrísgrjónum og naan 🙂

Mmmm.. það gerist ekki mikið betra!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s