Kókosmúslí

Ég henti í nýja gerð af múslí um helgina, með kókos. Það sem eldhúsið ilmaði, og minnti á jólasmákökur!

20131020-203455.jpg

Uppskriftin er fengin héðan, en ég minnkaði hana, mér finnst óþarfi að gera of mikið í einu 🙂

Kókosmúslí
30 gr púðursykur
30 gr kókosolía
100 gr hunang
1 tsk vanilludropar
100 gr tröllahafrar (það er líka hægt að hafa bara venjulega, eða hvernig sem er!)
260 gr hafrar
70 gr kókosmjöl (ég notaði blöndu af venjulegu og grófu)
1/4 tsk kókosdropar (má sleppa – ég átti þá til eftir eina utanlandsferðina mína, þar sem ég er vön að kaupa allskonar bragðdropa, en ég held að þeir skipti ekki öllu máli fyrir útkomuna)

Setjið púðursykur, kókosolíu og hunang í pott og hitið. Þegar sykurinn er bráðinn skal bæta dropunum saman við og hræra.

Setjið hafrana og kókosmjölið saman í skál og hrærið. Bætið blöndunni úr pottinum saman við og hrærið saman. Mér finnst best að vera bara í einnota hanska og hnoða þetta saman, þar sem það er ekki mikill vökvi á móti þurrefnunum.

Dreifið á smjörpappírsklædda ofnskúffu og bakið við 175° í 10 mínútur. Takið plötuna út og hrærið í múslínu, setjið hana svo aftur inn en slökkvið á ofninum. Ég hrærði af og til í múslínu, og tók það út eftir ca klst.

Látið kólna vel 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s