Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum

Fannst svo girnileg uppskrift að kjúklingabringum með sólþurrkuðum tómötum hjá Gulur, rauður, grænn og salt og ákvað að breyta þeim í pastarétt. Það var sko alveg geggjað!

20131009-201534.jpg

Pasta með kjúklingi og sólþurrkuðum tómötum
250 gr pasta
2 kjúklingabringur (eða afgangs kjúklingur)
2 msk olía af sólþurrkuðum tómötum
Kjúklingakrydd
1 dós rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum
1 ferna kaffirjómi
1 teningur kjúklingakraftur
5 sólþurrkaðir tómatar, brytjaðir smátt
Paprika
laukur
Sveppir

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka. Brytjið kjúklingabringurnar, steikið á pönnu upp úr olíunni af tómötunum og kryddið með kjúklingakryddi. Leggið kjúklinginn til hliðar.

Steikið grænmetið þar til það er farið að mýkjast. Bætið þá rjómaostinum og kaffirjómanum á pönnuna og bræðið saman. Bætið kjúklingakraftinum saman við, og að lokum sólþurrkuðu tómötunum. Bætið kjúklingnum út á pönnuna og hitið.

Hellið sósunni út á pastað og berið fram. Helst með hvítlauksbrauði og salati 🙂

Verði ykkur að góðu!

 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s