Beikonfiskur

Þessi fiskur minnir kannski full mikið á kaupfélagsfiskinn minn, en hann er bara svo ótrúlega góður!

20130909-204608.jpg

Uppskriftin kemur úr bæklingi frá Landlækni um næringu í heilsueflandi framhaldsskólum.

Beikonfiskur
800 gr ýsa eða þorskur
200 gr beikonsmurostur
2 dl léttmjólk
5-8 beikonsneiðar
5 cm blaðlaukur
Grænmeti ef vill

Leggið beikonið á plötu og hendið inn í ofninn, stillið hann á 180°. Setjið smurostinn og mjólkina í pott og bræðið saman. Þegar beikonið að orðið klárt, þerrið það með pappír og brytjið frekar smátt. Leggið fiskinn í eldfast mót, brytjið blaðlaukinn og dreifið honum og beikoninu yfir fiskinn. Hellið sósunni yfir og bakið í ofni við 180° í svona 30-40 mín.

Til hátíðarbrigða er fínt að setja ost yfir, en það er algjör óþarfi í rauninni.

Ef það verður afgangur mæli ég með að stappa hann saman við smá sósu, pakka honum inn í tortillaköku og grilla í samlokugrilli daginn eftir – magnað!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s