Kjúklingur í rauðu karríi

Einu sinni hélt ég að mér þætti austurlenskur matur ekki góður. Boy, was I wrong! Nú vildi ég helst bara borða austurlenskan mat á hverjum degi! Tælenskt, kínverskt, indverskt… mmm..

20130907-195127.jpg

Þennan kjúkling gerðum við um helgina, og vá hvað hann var góður – eins og allt annað austurlenskt! Uppskriftina fékk ég héðan en breytti lítillega í samræmi við það sem ég átti til í skápunum 🙂

Kjúklingur í rauðu karríi
500 gr kjúklingabringur
2 laukar
2 msk engifer og hvítlauks paste (Ef þið finnið þetta ekki, setjið þá bara svona 1,5 msk af 50/50 rifnum engifer og hvítlauk)
2 msk rautt karrímauk
1/2 – 1 dós kókosmjólk – eftir smekk
1 bolli vatn
4 msk olía
Paprika – ég notaði hálfa rauða og hálfa gula

Brytjið kjúklinginn í þunnar sneiðar og setjið til hliðar. Brytjið laukinn smátt og steikið á pönnu með olíunni þar til hann verður glær. Bætið þá engifers- og hvítlauksmaukinu á pönnuna og steikið áfram í 2-3 mínútur.

Bætið vatninu og karrímaukinu á pönnuna, og þegar suðan er komin upp fer kjúklingurinn út í. Látið malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn, bætið þá kókosmjólk út í og paprikum og látið malla í 2-3 mínútur í viðbót.

Berið fram með hrísgrjónum og salati 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s