Eggjabollar II

Hollt millimál, morgunmatur til að grípa í, eða bara hvað sem er 🙂 Eggjabollar (eða mini ommelettur) eru algjör snilld. Ég henti í þessar í gær, og nú eigum við fullorðna fólkið nesti fyrir alla vikuna 🙂

20130908-183323.jpg

Eggjabollar – 12 stk
10 stór egg
1/4 gul paprika
1/4 rauð paprika
5 cm blaðlaukur
5 sneiðar beikon
salt og pipar
2 msk parmesan
1 dl léttmjólk

Auðvitað má nota hvaða grænmeti eða fyllingu sem er, þetta var bara það sem var til í ísskápnum mínum, og kom svona rosalega vel út!

Brytjið paprikur og blaðlauk mjög smátt – t.d. í smoothchopper eða matvinnsluvél. Leggið beikon á bakka og setjið í ofn við 180°.

Takið bollakökuform (ég notaði álpönnu) og spreyið með PAM eða smyrjið á annan hátt. Skiptið grænmetinu milli hólfanna, ég fékk út rúma teskeið í hvert hólf.

Þegar beikonið er orðið stökkt, takið það úr ofninum, þerrið af því mestu fituna og brytjið smátt. Dreifið því jafnt á milli hólfanna með grænmetinu.

Hrærið saman eggin og mjólkina, og saltið og piprið eftir smekk. Bætið við 2 msk af parmesan og hrærið saman. Skiptið eggjahrærunni jafnt milli hólfanna.

Bakið við 180° (Frábært, ofninn er orðinn heitur afþví þú varst að steikja beikonið!) í ca 20 mín, eða þar til eggin eru orðin stíf og falleg. Eggjabollarnir blása svolítið út í ofninum, og falla örlítið saman þegar þeir koma út.

Auðvitað er ekkert mál að hafa fleiri eggjahvítur og færri eggjarauður fyrir þá sem vilja fækka kaloríum, en eggjarauðan er svo næringarrík að ég kýs að hafa hana með þótt það kosti nokkrar kaloríur í viðbót. Auðvitað er líka hægt að bæta við osti ofan á eða hvað sem er til að gera þær meira djúsí, en þær eru virkilega safaríkar og bragðgóðar svona!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s