Pasta með kjúklingi og tómötum

Pasta – fljótlegur og ódýr matur fyrir fjölskylduna.

20130905-193820.jpg

Ég er búin að ætla lengi að elda þennan pastarétt, en hann kemur frá Macaroni and Cheesecake. Þetta er uppskrift sem dugar fyrir ca. 4 . Við erum tvö fullorðin og tvö börn á leikskólaaldri, og maðurinn minn fékk afgangana í nesti tvo daga í röð!

Pasta með kjúklingi og tómötum
250 gr heilhveitipasta
2 kjúklingabringur
1 dós campbells kjúklingasúpa
1 dós diced tomatoes
1 bolli mjólk
1 msk þurrkuð basilíka
1,5 tsk þurrkað óreganó
1 msk hvítlauksduft
salt og pipar
1/2 bolli (eða góður slatti) rifinn mozzarella

Eldið pasta eftir leiðbeiningum á pakka. Brytjið kjúklinginn frekar smátt og steikið á pönnu. (Eða í potti, ég lenti í vandræðum þegar lengra var komið með að vera bara með pönnu!) Þegar kjúklingurinn er eldaður, bætið á pönnuna súpunni, tómötunum, mjólkinni og kryddinu. Þegar þetta er farið að malla bætið þið pastanu, næstum fullsoðnu út í sósuna og látið malla á lágum hita í nokkrar mínútur, setjið svo ostinn út í, slökkvið undir pönnunni/pottinum og látið standa í nokkrar mínútur. Hrærið og berið fram.

Og að sjálfsögðu; hvítlauksbrauð og salat!

(Ég elska hvítlauksbrauð…)

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s