Lamb tikka masala

Ég er ekki hrifin af lambakjöti. Ég hef heldur eiginlega aldrei viljað viðurkenna það afþví það er alltaf litið á mann sem eitthvað frík fyrir að vera íslendingur sem borðar ekki lambakjöt. En þar hafið þið það. Mér finnst lambakjöt ekki gott.

En, í dag, eldaði ég lambakjöt í fyrsta skipti á minni ævi. Og auðvitað, þá var það indverskt lamb – þannig finn ég ekki lambabragðið og get borðað það með bestu lyst 🙂

20130825-193601.jpg

Uppskriftin er fengin héðan, og örlítið breytt eftir behag 🙂

Tikka masala lamb
ca 500 gr lambakjöt (ég skar niður 1200 gr af súpukjöti, og fékk úr því rétt rúmlega 500 gr af lambagúllasi, sem ég svo notaði)

Marinering
1 dós hreint óskajógúrt
3 stórir hvítlauksgeirar, rifnir
2 tsk garam masala kryddblanda
1/2 tsk salt

Sósa
2 msk olía1 stór laukur (eða einn og hálfur væskilslegur)
1 græn paprika
1 góður rauður chili
4 stórir hvítlauksgeirar
2 msk rifinn ferskur engifer
1 lárviðarlauf
4 tsk garam masala kryddblanda
1 tsk mulinn kóríander
1 tsk curry powder (ég notaði Rajah mild madras curry – fékk það í Hagkaup)
1/2 tsk cumin
1/2 tsk chiliflögur
2 dósir hunt’s tomato sauce
2 msk tómatpúrra
2 tsk sykur
2 msk sítrónusafi
1/2 bolli rjómi
steinselja
nokkrir grillpinnar

Marinering: blandið saman öllum hráefnunum í skál, veltið kjötinu upp úr marineringunni, hyljið skálina og setjið í ísskáp. Ég gerði þetta bara í morgun, meðan stelpurnar horfðu á barnasjónvarpið. Það er örugglega prýðilegt að gera þetta líka bara kvöldið áður 🙂

Brytjið laukinn smátt, og paprikuna í strimla. Steikið með smá salti þar til grænmetið er orðið mjúkt. Skerið chili-ið smátt, rífið engifer og hvítlauksgeira og bætið á pönnuna, og steikið í ca 1 mín í viðbót. Bætið út á 3 tsk garam masala, lárviðarlaufinu, kóríandernum, curry-inu, cumininu og chiliflögunum, og steikið þar til er komin góð kryddlykt – ætti ekki að taka nema hálfa mínútu.

Þræðið kjötbitana upp á grillpinna sem hafa legið í vatni í góða stund, og bakið í ofni við 200° í 10 mínútur, snúið þeim við og bakið áfram í 10 mín. Athugið hvort þeir séu ekki eldaðir í gegn.

Bætið á pönnuna 2 bollum af vatni, tomato sauce, tomato pasre, sykri og sítrónusafa, látið suðuna koma upp, lækkið undir og látið sjóða rólega í pottinum í ca 20 mínútur, og takið síðan lokið af. Látið sjóða áfram í 25 mínútur. Að því loknu skal slökkva undir pottinum, bæta rjómanum, síðustu teskeiðinni af garam masala, steinseljunni og lambinu út í og hræra. Smakkið til og kryddið með salti og pipar ef þarf.

Berið herlegheitin fram með hrísgrjónum og naan brauði.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s