Penne Arrabiata

Ég er á einhverju pasta-tímabili núna. Elda hvern pastaréttinn á fætur öðrum, enda ódýr matur og bragðgóður. Ég var virkilega ánægð með þennan rétt.

20130814-201649.jpg

Uppskriftin er fengin héðan, og ég sé sko ekki eftir að hafa reynt þessa uppskrift.

Penne Arrabiata
250 gr pasta (ég notaði heilhveiti penne)
olía
1 vel þroskaður tómatur (mega alveg vera tveir!)
1/2 dós Hunt’s tomato sauce (frystu hinn helminginn og notaðu hann næst!)
1/2 laukur
3 hvítlauksgeirar
1 tsk oreganó
1 tsk ítölsk kryddblanda (ég notaði ítalska hvítlauksblöndu frá Pottagöldrum)
1 tsk þurrkuð steinselja (eða fersk, ef þið eigið hana – aukið þá magnið!)
salt og pipar eftir smekk

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka.

Brytjið laukinn smátt og rífið hvítlaukinn. Steikið á pönnu með olíu þar til laukurinn er orðinn glær. Brytjið tómatinn frekar smátt og bætið á pönnuna, steikið þar til tómaturinn er orðinn mjúkur og blandan byrjuð að þykkna. Bætið tomato sauce á pönnuna og kryddum (Ef þið notið ferska steinselju skuluð þið setja hana bara rétt áður en þið berið réttinn fram). Leyfið sósunni að malla í 5 mínútur, bætið pastanu út í og berið fram – gjarnan með hvítlauksbrauði, parmesan og fersku salati.

Verði ykkur að góðu 🙂

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s