Mexíkönsk baka með nautahakki

Ég er algjör byrjandi þegar kemur að bökugerð. Þetta var frumraunin – sú allra fyrsta. En ég er búin að ætla að prófa þetta býsna lengi. Fyrir valinu varð mexíkönsk baka af blogginu hennar Unnar, sem ég hef rosalega gaman af að fylgjast með.

Meðan ég var að malla fyllinguna komst ég að því að þetta var of sterkt til að bjóða prinsessunum mínum upp á. Ætli það megi ekki skrifa það á „Red hot chili powder“ sem ég kom með heim frá Indlandi.. það þarf ekki nema 1/4 tsk af því í mat fyrir 4 og allir loga að innan. Nó djók sko.

20130814-201741.jpg

Mexíkönsk baka með nautahakki
Deig fyrir bökubotninn
2 dl hveiti
1 dl heilhveiti
150 gr íslenskt smjör
1 tsk paprikuduft
2 msk vatn

Blandið saman hveiti, heilhveiti og paprikudufti. Skerið smjörið í litla ferninga og hnoðið saman við hveitið. Bætið svo við vatninu og hnoðið létt. Takið bökuform og þjappið deiginu í það, í botninn og upp á hliðarnar. Stingið í það með gaffli og geymið í kæli.

Fyllingin
500 gr nautahakk (ég var reyndar bara með ca 400 gr, en það kom bara vel út samt!)
1 laukur, smátt saxaður (Þarna kom smooth chopperinn að góðum notum)
3 hvítlauksrif (í smoothchopperinn með lauknum!)
2 dl vatn
1 dós tómatpúrra
2-3 msk Heinz chilisósa (ég var með rúmlega 2)
2 tsk chiliduft (eins og ég sagði áðan, ég notaði muun minna magn af mínu Indverska chilidufti)
2 tsk cumin
2 tsk mulinn kóríander
1 msk sojasósa
1 tsk salt

Steikið hakkið, laukinn og hvítlaukinn á pönnu. Þegar hakkið er orðið gegnumsteikt og laukurinn farinn að mýkjast setjið þið rest á pönnuna og látið malla í svona ca. 15 mín þar til sósan hefur þykknað vel.

Takið botninn úr ísskápnum og bakið hann í ca 10 mín við 225°c. Takið út og setjið hakkfyllinguna í skelina.

Ostabráð
2 tómatar
1 dós sýrður rjómi
3 msk rjómaostur
150 gr rifinn ostur

Brytjið tómatana frekar smátt og dreifið yfir hakkfyllinguna. Blandið saman sýrðum rjóma, rjómaosti og rifnum osti og smyrjið yfir hakkið og tómatana. Bakið herlegheitin við 200°c í 20 mínútur eða þar til ostabráðin er farin að verða gullin.

Þetta var alveg rosalega góður matur, og fyrir okkur tvö mun þetta nægja í 3 máltíðir! Næst mun ég annað hvort bara hafa örfá korn af chilidufti, eða sleppa því alfarið, svo ég geti með góðri samvisku ætlast til þess að börnin mín borði þetta. En jahérnahér, þetta var alveg ótrúlega bragðgott!

Ég bar þetta fram með fersku salati, maís og doritos – og vá, ég held að ef maður sleppir bökudeiginu, þá sé þetta bara gjööðveikt sem ídýfa með doritos.. Mhm!

Ég er allavega mjög sátt við frumraun mína í bökugerð 🙂

Verði ykkur að góðu!

 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s