Piparmyntusúkkulaðikaka

Kombóið piparmynta og súkkulaði er bara eitthvað sem getur ekki klikkað! Eða allavega, þá er það mín skoðun 🙂

Þetta er kaka sem ég er búin að vera á leiðinni að deila með ykkur lengi, en hún var á boðstólnum í afmæli dóttur minnar í júní! Myndin er samt tekin af afgangssneið af kökunni daginn eftir, og grey kremið farið að láta á sjá – en frosting er viðkvæmt krem. Bear with me.

20130702-213845.jpg

Kökuna sjálfa hafði ég bakað áður, en uppskriftin kom upphaflega frá Ljúfmeti og lekkerheitum. Ég breytti henni aðeins og minnkaði hana, en var mjög ánægð með hana engu að síður. Ég held, að þetta sé besta súkkulaðikaka sem ég hef bakað – og svo er hægt að setja hvernig krem sem er á hana og breyta henni að vild!

Súkkulaðikaka með piparmyntufrosting
240 gr hveiti
270 gr sykur
2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
60 gr kakó
150 gr brætt smjörlíki
2 dl mjólk með 1 msk af sítrónusafa út í (látið standa í nokkrar mínútur)
2 lítið eða miðlungs egg
2 dl kaffi
1 tsk vanilludropar
1 tsk piparmyntudropar

Setjið sítrónusafa út í mjólk og látið standa í smá stund.

Hrærið saman þurrefnunum, og hellið svo brædda smjörlíkinu og sítrónusafamjólkinni saman við í mjórri bunu meðan hrærivélin er í gangi. Bætið svo eggjunum við öðru í einu, og svo kaffinu og dropunum á eftir. Hrærið þar til hefur blandast vel.

Skiptið í tvö smurð 24cm form og bakið við 175° í 20-25 mín, eða þar til hægt er að stinga tannstöngli í kökuna og hann kemur upp þurr (eða bara með pínu mulningi).

Kælið kökuna og gerið frosting.

Frosting

Frosting
260 gr sykur
3/4 dl vatn
2 eggjahvítur
1 tsk piparmyntudropar

Setjið sykur og vatn í pott og hitið. Setjið eggjahvítur í skál og þeytið þar til stífþeyttar. Látið sykurvatnið sjóða í örskamma stund og hellið því svo saman við eggjahvíturnar í mjórri bunu meðan hrærivélin er í gangi. Haldið áfram að þeyta þar til kremið er orðið kalt. Bætið við piparmyntudropum, gott er að byrja á því að setja lítið í einu, t.d. 1/4 tsk og smakka sig til. Maður tekur að ekki til baka ef maður setur of mikið 🙂 Ég endaði í að nota ca eina teskeið 🙂

Smyrjið kremi á milli botnanna, ofan á kökuna og utan um hana.

mm.. svo gott!

Frosting er samt voðalega viðkvæmt krem og geymist ekki vel. Best er að setja á kökuna rétt áður en hún er borin fram, en eins og sjá má á myndinni þá nánast hvarf kremið sem var á milli botnanna á einni nóttu – kakan bara drakk það í sig. En það breytir því ekki að afgangarnir smökkuðust samt vel!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Piparmyntusúkkulaðikaka

  1. UUU.. næs!! mig langar í þessa!! 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s