Heilhveitipizzabotn

Besti pizzabotn í heimi revisited – ég prófaði að skipta einum bolla af brauðhveiti út fyrir heilhveiti, og hann er sko bara betri þannig ef eitthvað er!

20130728-101454.jpg

Besti pizzabotn í heimi?
1 bolli volgt vatn
2 og 1/4 tsk ger
1 msk sykur
1,5 tsk salt
2 msk olía
1 bolli heilhveiti
2 bollar brauðhveiti (Kornax í bláu pokunum)

Setjið vatnið, gerið og sykurinn í hrærivélarskál, leggið viskastykki yfir og látið standa í ca 10 mínútur eða þar til gerið er farið að freyða. Bætið olíunni, saltinu og heilhveitinu saman við og hnoðið. Þegar hveitið hefur samlagast, bætið þá brauðhveitinu út í í smáskömmtum og hnoðið, þar til deigið er orðið laust frá hrærivélarskálinni og skilur ekki eftir sig deig á puttunum þegar það er snert. Þegar deigið hefur náð því stigi skuluð þið láta hrærivélina hnoða deigið í 6 mínútur. Þegar 6 mínútur eru liðnar skal setja deigið í olíuborna skál, og velta kúlunni svo það þorni ekki meðan það hefar sig. Látið svo standa á hlýjum stað í 1-2 klst.

Ég tek oftast 1/3 af þessu deigi og geri brauðstangir eða hvítlauksbrauð, og nota restina í ofnskúffupizzu. Hún verður mjög vegleg og góð – og er rosa flöffí!

Notið það álegg sem hugurinn girnist, og bakið við 200° í ca 15-20 mín.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s