Tandoori fiskur

Fiskur er voðalega hollur. Við Íslendingar vitum allt um það – en samt erum við yngra fólkið ekki nógu dugleg við að borða hann. Ég er alveg sek um það, en ég reyni að hafa fisk a.m.k. einu sinni í viku hér heima. Hér kemur enn ein tilraunin til að reyna að djassa upp fiskinn – gera hann aðeins meira spennandi. Það tókst býsna vel í þetta skiptið, a.m.k. var hann býsna bragðgóður!

20130721-192240.jpg

Uppskriftin er fengin héðan.

Tandoori fiskur
900 gr ýsa eða þorskur
1/2 msk þurrkaður engifer (ferski engiferinn minn var ekki lengur í lagi – það er örugglega betra að nota 1 msk ferskan rifinn engifer!)
4 rifnir hvítlauksgeirar
1/3 bolli edik
1 msk kóríander
1 msk cumin
smá Cayenne
1/2 bolli olía

Hrærið saman öllu nema fisknum, og bætið svo fisknum út í. Þetta lét ég marinerast í ca 7 tíma (en það þarf ekkert að vera svo langur tími) og lét svo manninn minn um að grilla í grind í ca 3 mínútur á hvorri hlið. (Fiskinn má að sjálfsögðu líka baka í ofni!)

Fiskurinn varð rosalega mjúkur og safaríkur. Ég bar fram með honum einfalt rótargrænmeti og jógúrtpiparsósu frá E. Finnsson.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s